Fara í efni

Starfsfólk Keilis safnar áheitum fyrir Mottumars

Bleiku bindin
Bleiku bindin

Starfsfólk Keilis hefur undanfarna daga tekið höndum saman í áheitasöfnun flugkennara við Flugakademíu Íslands í Mottumars til heiðurs nemanda sem nýlega greindist með krabbamein. Liðið er nú í 3. sæti í liðakeppni Mottumars sem líkur á miðnætti 19. mars.

Þeir starfsmenn sem heita 3.000 krónum á liðið í söfnuninni eða meira hafa fengið bleikt bindi að gjöf sem þakklættisvott. Mikil stemmning hefur myndast í kringum átakið meðal starfsfólks og samhugurinn mikill. 

Þegar þessi grein er skrifuð hefur rúmum 400 þúsund krónum verið safnað af liði Flugakademíunnar til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. Söfnunin er enn í fullum gangi og geta þeir sem hafa áhuga styrkt lið Flugakademíunnar í gegnum hlekkinn hér að neðan.

Styrkja átakið - Áfram gakk!