Fara í efni

Laust starf forstöðumanns Heilsuakademíu Keilis

Keilir óskar eftir að ráða í starf forstöðumanns Heilsuakademíu skólans. Forstöðumaður heldur utan um rekstur deildarinnar, þar með talið fjármál, mannauðsmál, málefni nemenda og þróunnnáms í samstarfi við hagsmuna- og samstarfsaðila innan og utan Keilis. 

Helstu verkefni:

  • Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við verkefnastjóra og kennara.
  • Fjárhagsáætlanagerð og mánaðarleg endurskoðun áætlunar
  • Samþykktir reikninga og kostnaðargreining.
  • Ráðningar kennara og verkefnastjóra.
  • Þátttaka/stjórnun kennarafunda.
  • Samskipti við kennara og nemendur.
  • Samskipti við markaðsdeild.
  • Móttaka nýnema á skólasetningu og þátttaka í útskriftum.
  • Samskipti við samstarfsaðila Keilis.
  • Gæðamál, fagleg framþróun og kennsluhættir.
  • Skýrslugerð um ýmsa mælikvarða er varða reksturinn og starfsemi einstakra námsbrauta.

Kröfur um menntun og reynslu:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfið.
  • Reynsla/færni í mannauðsstjórnun.
  • Reynsla af námsumhverfi og kennslu.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð færni í Office forritum.
  • Þekking á fjárhagsáætlanagerð kostur.   

Forstöðumaður Heilsuakademíu er yfirmaður sviðsins og sér um að reksturinn sé innan fjárhagsáætlunar í samstarfi við framkvæmdastjóra. 

Við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um starfið hér og er umsóknarfrestur til og með 20. mars 2021. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis.