Fara í efni

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku - Adventure Guide Certificate

Skapaðu ævintýralegar upplifanir

Thompson Rivers University í Kanada býður upp á spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Guide Certificate) í samstarfi við Heilsuakademíu Keilis. Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. 

Boðið hefur verið upp á námið frá því í ágúst 2013 og hafa um hundrað nemendur útskrifast úr náminu síðan þá, íslenskir sem erlendir. Hlutfall erlendra nemenda hefur aukist á milli ára og eru nú um helmingur nemenda af erlendu bergi brotnir. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna

Ævintýraleiðsögn við Thomson Rivers University

Boðið er upp á námið í nánu samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada og útskrifast nemendur með alþjóðlega viðurkennt skírteini frá þeim (Adventure Sport Certificate). TRU er einn virtasti háskóli í heimi sem býður nám í ævintýraleiðsögn, en meðal útskrifaðra nemenda þeirra eru nokkrir íslenskir leiðsögumenn.

Kennarar koma bæði frá Íslandi og erlendis frá, en námið fer allt fram á ensku. Námið byggir að miklu leyti á vettvangsnámi í náttúrunni ásamt þéttri dagskrá í bóklegum fögum. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám í ævintýraferðamennsku innan TRU, geta farið beint inn í eftirfarandi nám: Adventure Guide Diploma, Adventure Management Diploma eða í fullt nám til BS gráðu í Adventure of Tourism Management.

Thompson Rivers University (TRU)

TRU býður uppá eitt virtasta og yfirgripsmesta leiðsögumannanám í ævintýraferðamennsku sem völ er á. Skólinn skapar einstaka námsupplifun sem þróar með nemandanum líkamlegan, andlegan og tilfinningalegan þroska sem nýtist á alþjóðlegu sviði ævintýramennsku og leiðsagnar. Nánari upplýsingar um Thompson Rivers University, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og möguleika á framhaldsnámi, má nálgast á heimasíðu TRU.

Inntökuskilyrði

Umsækendur þurfa að vera a.m.k. á 19. aldursári og hafa lokið minnst helming eininga til stúdentsprófs, eða um 100 einingum. Við mat á umsóknum er tekið tillit til fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum. 

Þar sem um er að ræða grunnám í ævintýraleiðsögn er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti.

Spyrjast fyrir um inntökuskilyrði

Samsetning náms

Rúmlega helmingur námsins er verkleg kennsla og fer megnið af henni fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Fimm áfangar námsins af þrettán eru bóklegir en að auki eru tveir áfangar að hluta til á bókina. Bóklegir áfangar eru að mestu kenndir yfir vetrarmánuðina nóvember til febrúar. Stefnt er á að blanda bóklegri kennslu með staðarnámi og fjarnámi í framtíðinni. Flestir kennarar námsins eru menntaðir frá Thompson Rivers University og allir hafa þeir viðamikla reynslu í hinum ýmsu störfum innan ferðamannageirans.

Um er að ræða fullt nám og því ekki mælst til með að vera í vinnu samhliða. Hvort hægt sé að vera í hlutastarfi meðfram náminu er spurning um eðli vinnunnar og skipulagshæfileika hver og eins.

Smelltu hér til að sjá áfangalýsingar námsins - enska

Búnaður

Listi yfir búnað (á ensku) sem mælt er með að eiga þegar námið hefst. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið veitir Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku.

  • Námið er lánshæft hjá Menntasjóðs (áður Lánasjóður íslenskra námsmanna)
  • Námið fellur undir Nám er tækifæri námsátaks VMST á komandi skólaári
  • Nánari upplýsingar eru einnig að finna á heimasíðu TRU

Sækja um

 

Besta við vinnuna mína er að fá að kynnast svona mörgum og sýna fólki ótrúlega landið okkar. Námið opnaði margar dyr fyrir mér.

Bergrún Helgadóttir, ævintýraleiðsögumaður