Háskólabrú - fjarnám með vinnu

Keilir býður upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða vilja taka sér lengri tíma í námið.

Helstu tímasetningar og umsókn um nám

Háskólabrú með vinnu er kennt í fjarnámi og hefst námið næst í haust 2021. Smelltu hér til að senda inn umsókn. 

Námsfyrirkomulag

Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Boðið er upp á fjórar deildir: 

  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild

Staðlotur eru þrisvar á önn, þar sem kennt er á föstudegi og laugardegi hverju sinni. Æskilegt er að nemendur mæti á staðlotur. Námið fer fram í formi fyrirlestra og verkefna. Ef lokapróf eru hluti af námsmati þá eru þau venjulega haldin á fimmtudagsmorgnum. Öll lokapróf eru tekin á viðurkenndum prófstöðum.

Námsgjöld og lánshæfi

Námsgjöld fyrir nám á Háskólabrú Keilis fer eftir fjölda þeirra áfanga sem teknir eru í tengslum við námið. Upplýsingar um námsgjöld. Athugið að þar sem ekki er um fullt nám að ræða er Háskólabrú með vinnu ekki lánshæft hjá LÍN.

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 117 feiningum (framhaldsskólaeiningar samsvarandi 70 einingum á framhaldsskólastigi). Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, íslensku og ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.
 

Tölvu- og upplýsingamál

Fartölvur eru notaðar í námi á Háskólabrú. Nemendur fá nýjasta Office pakkann við komuna í skólann, vert er að benda á að í upplýsingatækni er kennt á Office umhverfið í PC tölvum og því eru þær tölvur hentugri til námsins þó svo bæði gangi að nota PC og Apple tölvur. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að gera ráð fyrir því að verkefni geti verið tímafrekari í vinnslu en með PC. Keilir starfrækir upplýsingamiðstöð, námsráðgjöf og tölvuþjónustu. Mikil áhersla er lögð persónulega þjónustu og kennsluhætti sem miða við þarfir fullorðinna nemenda.