Háskólabrú með undirbúningsáföngum

Þeim sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis stendur til boða að taka Háskólabrú með undirbúningsáföngum. Þannig er hægt að sækja undirbúningsáfanga í fjarnámi í sumar og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu.

 • Hvernig kemst ég í háskólanám?

  Hérna er yfirlit yfir þær leiðir sem þú hefur til að komast í háskólanám ef þú uppfyllir ekki inntökuskilyrði í Háskóla Íslands.

  • Beint í Háskólabrú

   Þú kemst beint í Háskólabrú ef þú ert 23 ára og hefur lokið 117 feiningum (framhaldsskólaeiningar eða 70 einingar) á framhaldsskólastigi. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, 10 feiningum í íslensku og 10 feiningum í ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.

  • Háskólabrú með undirbúningi

   Þú getur tekið allt að 20 framhaldsskólaeiningar í opnu fjarnámsáföngunum í Hlaðborði Keilis. Ef þú hefur lokið að minnsta kosti 97 framhaldsskólaeiningum getur þú tekið 1-4 undirbúningsáfanga í sumar og skráð þig í Háskólabrú í framhaldinu.

  • Fyrst í Menntastoðir

   Ef þú hefur lokið færri en 97 framhaldsskólaeiningum byrjar vegferðin þín í Menntastoðum sem margar símenntunarmiðstöðvar bjóða uppá. Hægt er að sækja námið í fjarnámi og tekur það 1-2 annir eftir námshraða. Að Menntastoðum loknum getur þú sótt um í Háskólabrú Keilis.

 • Hvernig virka Hlaðborðsáfangarnir?

  Nemendur geta valið úr fjölda opinna framhaldsskólaáfanga í fjarnámi á Hlaðborði Keilis og er hægt að taka 1-4 áfanga allt eftir því hversu margar einingar vantar upp á.

  Áfangarnir henta vel öllum þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.

  Hægt er að nálgast yfirlit yfir þá áfanga sem eru í boði hér.

 • Nánari upplýsingar og skráning

  Skráðu þig í Háskólabrú og byrjaðu að undirbúa þig fyrir námið strax í dag eða hafðu samband við okkur á haskolabru@keilir.net og við finnum réttu leiðina fyrir þig.