Námsframboð Háskólabrúar

Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú

  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild

Fjarnám eða staðnám

Háskólabrú býður upp á nám bæði í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi fer kennsla fram í dagskóla og kennslufyrirkomulag er í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma ásamt verklegum tímum í raungreinum. 

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.

Háskólabrú með vinnu

Keilir býður upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða góða leið fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Nánari upplýsingar um námsfyrirkomulagið má finna hér.