Námsframboð Háskólabrúar

Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú

  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild

Fjarnám eða staðnám

Háskólabrú býður upp á nám bæði í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi fer kennsla fram í dagskóla og kennslufyrirkomulag er í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma ásamt verklegum tímum í raungreinum. 

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.

Háskólabrú með vinnu

Keilir býður upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða góða leið fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Nánari upplýsingar um námsfyrirkomulagið má finna hér.

Preliminary University Studies - Háskólabrú á ensku

Keilir Academy offers Preliminary Studies for university education taught in English. The format of the education is distance learning and takes about two years. Graduating from the programme provides access to a number of different faculties at the University of Iceland. Keilir has been offering Preliminary University Studies in Icelandic since 2007 with over 1.500 students completing the program so far.