
Flugakademía Keilis útskrifaði 27 atvinnuflugmannsnemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Kolbeinn Ísak Hilmarsson með 9,77 í meðaleinkunn, en það er næst hæsta einkunn úr atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi. Kolbeinn fékk gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Axel C.Thimell.