Fara í efni

Fréttir

Fyrirlestur um loftslagsbreytingar

Föstudaginn 13. apríl, kl. 13:00 verður opinn fyrirlestur um loftslagsbreytingar í Andrews Theatre á Ásbrú. Sigurður Eyberg, umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindi og forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setur viðburðinn með frásögn af ferð sinni með Al Gore til Suðurheimskautslandsins fyrr á árinu. 
Lesa meira

Flugþjónusta nú kennd í kvöldskóla

Keilir kynnir nú vegna mikillar eftirspurnar nám í flugþjónustu kennt í fyrsta skiptið í kvöldskóla. Námið er afar lifandi og skemmtilegt og miðar að því að gera nemendur tilbúna til spennandi starfa í háloftunum víðs vegar um heiminn.
Lesa meira

Heimsókn nemenda úr Ísaksskóla

Tæknifræðingar framtíðarinnar úr Ísaksskóla í Reykjavík kynntust vísindagöldrum og tæknibrellum í Keili á dögunum. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni á heimasíðu Ísaksskóla.
Lesa meira

Námskynning í Stapanum

Suðurnesjamenn kynntu sér námsframboð fjölda fræðsluaðila á námskynningu í Stapanum, 27. mars síðastliðinn. Kynningarbás Keilis vakti mikla athygli og var Van de Graaff rafall tæknifræðinema við skólann vinsæll meðal gesta.
Lesa meira

Kynning á háskólanámi í tæknifræði

Keilir verður með kynningu á tæknifræðinámi til BS prófs fyrir nemendur í Háskólabrú, í stofu A8 fimmtudaginn 29. mars kl. 14 - 15. Farið verður yfir samsetningu námsins og framtíðarmöguleika fyrir útskrifaða tæknifræðinga, auk þess sem nemendur geta skoðað aðstöðu skólans og spjallað við nemendur og kennara.
Lesa meira

Keilir á Skrúfudeginum

Keilir kynnti háskólanám í tæknifræði á árlegum Skrúfudegi í Tækniskólanum, 24. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Góðir gestir

Í morgun komu góðir gestir í heimsókn til Keilis. Um var að ræða hóp nemenda úr Ísaksskóla í Reykjavík. 
Lesa meira

ÍAK einkaþjálfari á 3ja ári í sjúkraþjálfun

Við hjá Heilsuskóla Keilis fylgjumst vel með gengi útskrifaðra þjálfara hjá okkur. Við tókum spjall á Skúla Pálmasyni sem útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2009.
Lesa meira

Spjaldtölvuvæðing Keilis

Keilir hefur ákveðið að stíga róttæk skref í kennsluháttum. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hinar hefðbundnu kennsluaðferðir og takmörkun þeirra gagnvart árangursríku skólastarfi.
Lesa meira

Björgunaræfing á vegum Flugakademíu Keilis - Myndir

Mánudaginn 27. febrúar fór Flugakademía Keilis nýjar slóðir í þjálfun flugfólks og stóð fyrir björgunaræfingu fyrir nemendur sína í atvinnuflugmanns- og flugþjónustunámi.
Lesa meira