27.05.2017
Tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis verða með opið hús og kynningu á háskólanámi í tæknifræði laugardaginn 27. maí kl. 13 - 16. Kynningin fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira
24.05.2017
Stjórn Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að synja beiðni Keilis um að sett verði af stað ný námsbraut í tölvuleikjagerð næsta haust. Stjórn IGI telur mikilvægt að menntakerfið á Íslandi sé í takt við tækniþróun en gífurlegar tækniframfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum.
Lesa meira
06.05.2017
Á heimasíðunni má nálgast ársskýrslu Keilis 2016 á rafrænu formi en þar kemur meðal annars fram að Keilir veltir um einum milljarði króna og um 150 manns koma að starfinu með ýmsum hætti.
Lesa meira
05.05.2017
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp við tíu ára afmælishátíð Keilis þann 4. maí 2017.
Lesa meira
05.05.2017
Á tíu ára afmæli Keilis veitti skólinn viðurkenningu fyrir þann kennara sem hefur skarað framúr í innleiðingu vendináms (flipped learning) og nýrra kennsluhátta.
Lesa meira
28.04.2017
Keilir leiðir verkefni á vegum Nordplus Junior menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar um þróun á samstarfsneti kennara á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem nýta vendinám í skólastarfi.
Lesa meira
26.04.2017
Keilir hóf starfsemi þann 4. maí 2007 og fögnum við því tíu ára afmæli á þessu ári. Við bjóðum þér í afmælið okkar þann 4. maí næstkomandi.
Lesa meira
25.04.2017
Keilir er samstarfsaðili í nýju verkefni sem gengur út á að miðla reynslu og þekkingu á vendinámi í Evrópu. Verkefnið er til tveggja ára og styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meira
25.04.2017
Í Mekatróník hátæknifræðináminu hjá Keili vinna nemendur að ýmsum krefjandi og skemmtilegum verkefnum sem snúa að samþættri hönnun í véla-, rafmagns- og tölvufræðum.
Lesa meira
06.04.2017
Líkt og kunnugt er kom upp óeðlilegt frávik í efnamælingum Orkurannsókna ehf í Helguvík sem gáfu vísbendingar um að mæliskekkja hefði átt sér stað við greiningu á málmum í ryksýnum, þar á meðal arsens.
Lesa meira