Fara í efni

COVID - 19

Síðast breytt 14. apríl 2021

COVID-19 kórónuveiran hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar bæði hér heimafyrir og erlendis. Hér má finna upplysingar um skólahald í Keili í kjölfar aðgerða stjórnvalda samkvæmt reglugerð 13. apríl 2021

Athugið að stjórnvöld munu endurmeta þörf fyrir takmörkun eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort að unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistímann. Geri stjórnvöld breytingar á reglum nálægðartakmörkun eða um fjöldatakmarkanir verður þetta fyrirkomulag einnig endurskoðað til samræmis.

Gildandi takmarkanir samkvæmt reglugerð

Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 1 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nem­enda og starfsmanna fari aldrei yfir 50 í hverju rými. Sé ekki unnt að halda 1 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.

Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum sem og í mötuneytum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að notuð sé andlitsgríma.

Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur og kennarar nota andlits­grímu.

Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum.

Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar. Gestir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðar­takmörkun jafnt milli sín sem og gagnvart starfsfólki og skulu nota andlitsgrímur.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja viðveru nemenda­hópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglu­gerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Ákvæði þetta kemur ekki í veg fyrir að nemendur geti dvalið á heimavist.

Mötuneyti er heimilt að starfa samkvæmt þessari grein.

Heimilt er að hafa lestrarrými opin og halda þýðingarmikil próf fyrir allt að 50 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 1 metra nálægðartakmörkun og ýtrustu sóttvarnaráðstöfunum.

Heimild: Stjórnarráð Íslands (2021). Spurt og svarað: skólastarf og Covid-19. Sótt af  https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#framhaldsskolar

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum

Almennt gildir regla um 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda á framhaldsskólastigi, að undanskildum áföngum á fyrsta námsári. Blöndun nemenda milli hópa í kennslu er ekki heimil, en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa.

Fjöldatakmörkun

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 10 einstaklinga í rými. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.

Aðgangur nemenda og starfsfólks að skólanum

Aðalbygging Keilis opin nemendum og starfsfólki. Þó gilda eftirfarandi takmarkanir:

 • Nemendur sem vilja nýta sér vinnuaðstöðu er bent á að nota sínar heimastofur. Nemendur í Háskólabrú og Íþróttaakademíu nýta les- og vinnurými á B gangi, en nemendur í atvinnuflugnámi og fótaaðgerðafræði á A gangi.
 • Nemendur Menntaskólans á Ásbrú nýta skólastofur á A gangi.
 • Fjölda sæta við borð takmarkaður samkvæmt eins metra reglunni.
 • Hámarksfjöldi í afmörkuðum rýmum er takmarkaður við 100 manns.
 • Munum að við erum öll almannavarnir og berum ábyrgð sem einstaklingar á að reglum sé framfylgt.

Nemendur eru hvattir til að nýta þær rafrænu þjónustuleiðir sem við höfum svo sem vefsíðu, tölvupóst, Moodle, Teams og Discord. Á þessum tímum er jafnvel enn meiri ástæða til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa.

Við munum öll leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur.

Upplýsingar varðandi skólahald

Eftir sem áður minnum við starfsfólk og nemendur Keilis á eftirfarandi:

 • Nemendur eru hvattir til að nýta rafrænar þjónustuleiðir Keilis svo sem heimasíðu, tölvupóst, Moodle og Teams.
 • Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa Keilis.
 • Nýtið ykkur þær rafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði til að hafa samband við annað starfsfólks skólans einnig og eftir því sem við á.
 • Kynnið ykkur nýjustu upplýsingar um útbreiðslu veirunnar, viðbrögð og varnir á heimasíðunni COVID-19
 • Nemendur og starfsfólk Keilis eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
 • Fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin.
 • Fylgið eins metra reglunni í skólum í hvívetna.
 • Settur hefur verið upp búnaður fyrir handhreinsun í byggingu Keilis og er starfsfólk hvatt til að nýta sér hann.
 • Áríðandi er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða lasleika haldi sig heimafyrir.
 • Fólk með áhættuþætti, s.s. eldri einstaklingar og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma eða eru ónæmisbældir, á að vinna heima, forðast mannamót að óþörfu og huga vel að hreinlæti.
 • Gáið hvert að öðru, hvetjið fólk til að fara heim ef það virðist veikt og hugið sérstaklega að fólki sem ekki hefur neitt tengslanet á Íslandi.

Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert til að draga úr áhrifum og dreifingu veirunnar.