Fara í efni

Umsagnir nemenda

Hér má sjá brot af þeim umsögnum sem útskrifaðir nemendur hafa veitt okkur í gegnum tíðina um nám við Flugakademíu Íslands.

Við lítum svo á að öll endurgjöf sé jákvæð og ekkert svo fullkomið að ekki megi bæta. Nemendur okkar leggja á okkur gífurlegt traust og við viljum sýna að það sé verðskuldað. Því leitum við að tækifærum til vaxtar í þeim upplifunum sem þau deila með okkur.

Segðu okkur frá þinni upplifun af Flugakademíu Íslands

Hildur Björk Pálsdóttir

"Ég útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Keili í byrjun árs 2014, fór að kenna PPL hjá Keili sama ár og vinna sem flugfreyja hjá Icelandair. Safnaði 100 tímum í Daytona Beach í Flórída. Byrjaði svo sem flugmaður hjá Icelandair vorið 2016.“

 Steingrímur Páll Þórðarson

Það var frábært að læra í Keili, reyndir kennarar, frábært umhverfi og gott veganesti í framtíðina. Síðan þá hef ég komið víða við, byrjaði hjá Emirates sem flugþjónn á A380 og B777. Fékk síðar vinnu í Þýskalandi sem flugmaður á D328, Air Atlanta seinna meir á B744 og svo loks SAS á B737 þar sem ég er núna.

 Ragnar Magnússon

 Christina Thisner

I had a good time. I'm now working as First Officer at Scandinavian Airlines (SAS) based in Stockholm Arlanda airport, Sweden. I started the Advanced Training Program at Keilir Aviation Academy in the autumn 2013 and finished summer 2014. A few weeks later I had the first airline interview and after half a year I flew the Boeing 737 for the first time and this is now what I do daily. I am very happy about my time at Keilir and Iceland. The school offered flexible training, good prices, motivated instructors, good resources and modern visions. In Iceland you get exposed to all kinds of weather conditions and challenging environments that makes it perfect for training. Just the option of flight school I was looking for.

 Marteinn Urbancic

Bóklega samtvinnaða atvinnuflugnámið var mjög vel skipulagt. Góðir kennarar og faglega staðið að öllu. Bekkjakerfið er eitthvað sem ég kunni mjög vel við og gaman að hafa góðan hóp í kringum sig þar sem allir róa að sama markmiði.