Flugakademía Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA40NG og DA42 NG , ásamt flughermi af gerðinni Diamond DSIM. Flugfloti af þessari gerð og samsetningu ásamt flughermum, gerir skólanum kleift að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á verulega samkeppnishæfu verði.
Öryggi er í fyrirrúmi hjá skólanum. Diamond flugvélarnar eru smíðaðar úr koltrefjaefnum sem gerir mögulegt að hanna lögun þeirra eftir loftaflsfræðilegum þáttum til að hámarka afköst og styrk. Styrkur koltrefjaefna er vel kunnugur flugvélaframleiðendum enda eru Boeing 787 og Airbus A350 að mestu búnar til úr koltrefjaefnum.
DA40 NG New Generation
Lýsing: | Fjögurra sæta kennslu- og ferðaflugvél. Einstaklega hagkvæm og umhverfisvæn flugvél, sem nýtist vel til ferðalaga jafnt sem flugkennslu. Tvær af þessum vélum í okkar flota eru búnar stærri og breiðari dekkjum með sérstaklega styrktum lendingarbúnaði sem nýtast vel á ójöfnum og grófum lendingarstöðum. |
Hreyfill: | 168 hestafla hreyfli sem eyðir um 20 lítrum af þotueldsneyti á klst. AE300 Austro díselmótor. |
Fjöldi: | 6 |
Handbók: | Flughandbók DA-40 D |
Stjórntæki: | Vélin er búin fullkomnum blindflugsbúnaði, þ.á.m. stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. DA-40 vélarnar eru búnar háþróuðum tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Þetta kerfi sem er af gerðinni Garmin G1000 er mjög vinsælt í minni flugvélum í dag vegna notkunarmöguleika þess og fullkomnara en í mörgum farþegaflugvélum. |
DA42 NG New Generation
Lýsing: | Þessi flugvél er fullkomnasta kennsluvél á landinu og er eina kennsluvélin í þessum flokki sem hefur vottun til flugs í ísingarskilyrðum, sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður. |
Hreyflar: | Tveir 168 hestafla mótorar sem eyða samtals um 45 lítrum / 12 gallonum af þotueldsneyti á klst. á 70% afli.
Tveggja hreyfla DA-42 getur flogið á einum hreyfli yfir öll fjöll og jökla á Íslandi. Svipaðar tveggja hreyfla kennsluflugvélar hætta að klifra í 3.800 fetum. Eyðsla díselhreyflanna er um það bil 6 USG á klst, eða um 23 lítrar á klst. pr. hreyfil. Einfalt er að starfrækja nýju hreyflana. Á tveggja hreyfla vélinni þarf einungis eitt handtak til að drepa á hreyfli og ganga örugglega frá honum til áframhaldandi flugs á hinum hreyflinum. Til að setja sama hreyfil aftur í gang þarf einungis 2 handtök: Aflgjöf stillt á hægagang og hreyfilrofi á. |
Fjöldi: | 1 |
Handbók: | Flughandbók DA-42 NG |
Stjórntæki: |
Vélin er búin fullkomnum blindflugsbúnaði, þ.á.m. stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. DA-42 vélin er búin háþróuðum tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Þetta kerfi sem er af gerðinni Garmin G1000 er mjög vinsælt í minni flugvélum í dag vegna notkunarmöguleika þess og fullkomnara en í mörgum farþegaflugvélum. Flugmælitækin eru afar fullkomin og eru með fjölmörgum öryggisatriðum eins og stafrænni sjálfstýringu, líkt og nútíma farþegaflugvélar. Flug frá Keflavík til Akureyrar tekur 1 klst og 10 mín og er hámarks farflugshraði vélarinnar 176 hnútar (326 km/klst). Vélin kemst upp í 18.000 feta hæð en flugmenn og farþegar þurfa auka súrefni við slíkar aðstæður. |
Upplýsingar: |
DA42 flughermir
Diamond flughermirinn var þróaður af flugmönnum, flugkennurum og verkfræðingum til að búa til þjálfunartæki í bestu gæðum sem völ er á. Hann er byggður úr Diamond flugvélahlutum, með sömu stjórntæki og skjái, gæða útsýnisskjái og flugeiginleika vélarinnar eins og hún kemur frá framleiðanda.
Flughermirinn er hannaður fyrir bæði grunnkennslu í blindflugi sem og fyrir lengra nám, og er hann fullkominn fyrir kennslu, inntökupróf sem og verkleg próf.