Fara í efni

Flugfloti

Flugakademía Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Seminole PA44, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DA42 DSIM. Flugfloti af þessari gerð og samsetningu ásamt flughermum, gerir skólanum kleift að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á verulega samkeppnishæfu verði.

Öryggi er í fyrirrúmi hjá skólanum. Diamond flugvélarnar eru smíðaðar úr koltrefjaefnum sem gerir mögulegt að hanna lögun þeirra eftir loftaflsfræðilegum þáttum til að hámarka afköst og styrk. Styrkur koltrefjaefna er vel kunnugur flugvélaframleiðendum enda eru Boeing 787 og Airbus A350 að mestu búnar til úr koltrefjaefnum.

DA20

Lýsing: Tveggja sæta, hagkvæm, einföld og hentug kennsluflugvél. Bandaríski flugherinn notar þessa tegund til að þjálfa sína herflugmenn í grunnflugnámi.
Hreyfill: 125 hestafla hreyfli sem eyðir um 22 lítrum af flugvélabensíni á klst.
Fjöldi: 5
Handbók: Flughandbók DA-20-C1
Stjórntæki: Einstök hönnun stjórntækja og stjórnklefa þar sem áhersla er lögð á að maður og vél vinni vel saman. Frábært útsýni og mikil afköst gera hvert einasta flug að hreinni skemmtun.

DA40 NG New Generation

Lýsing: Fjögurra sæta kennslu- og ferðaflugvél. Einstaklega hagkvæm og umhverfisvæn flugvél, sem nýtist vel til ferðalaga jafnt sem flugkennslu. Tvær af þessum vélum í okkar flota eru búnar stærri og breiðari dekkjum með sérstaklega styrktum lendingarbúnaði sem nýtast vel á ójöfnum og grófum lendingarstöðum. Aðrar vélar eru með hefðbundnum lendingarbúnaði.
Hreyfill: 168 hestafla hreyfli sem eyðir um 20 lítrum af þotueldsneyti á klst. AE300 Austro díselmótor sem byggður er á hönnun Mercedes Benz.
Fjöldi: 6
Handbók: Flughandbók DA-40 D
Stjórntæki: Vélin er búin fullkomnum blindflugsbúnaði, þ.á.m. stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. DA-40 vélarnar eru búnar háþróuðum tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Þetta kerfi sem er af gerðinni Garmin G1000 er mjög vinsælt í minni flugvélum í dag vegna notkunarmöguleika þess og fullkomnara en í mörgum farþegaflugvélum.

DA42 NG New Generation

Lýsing: Fjögurra sæta kennslu- og einkaflugvél. Þessi flugvél er fullkomnasta kennsluvél á landinu og er eina kennsluvélin í þessum flokki sem hefur vottun til flugs í ísingarskilyrðum, sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður.
Hreyflar: Tveir 166 hestafla mótorar sem eyða samtals um 45 lítrum / 12 gallonum af þotueldsneyti á klst. á 70% afli.

Tveggja hreyfla DA-42 getur flogið á einum hreyfli yfir öll fjöll og jökla á Íslandi. Svipaðar tveggja hreyfla kennsluflugvélar hætta að klifra í 3.800 fetum. Eyðsla díselhreyflanna er um það bil 6 USG á klst, eða um 23 lítrar á klst. pr. hreyfil.

Hreyflarnir halda 100% afli upp í um 10.000 feta hæð. Mikilvægur öryggisþáttur á þjálfunarflugvél með tvo hreyfla er möguleikinn að geta dregið allt afl af öðrum hreyflinum í æfingaskyni. Við slíkar aðstæður eru hefðbundnir flugvélahreyflar í hættu þegar kalt er í veðri, því að þeir eru loftkældir og eiga þá á hættu að strokkar þeirra snöggkólna og þrengja að bullum og skemma út frá sér. Slit eykst stórlega og áreiðanleiki minnkar. Með nýju hreyflunum er þessi hætta úr sögunni. Hreyflarnir eru vatnskældir og haldast í kjörhita, jafnvel þó allt afl sé dregið af þeim og hreyfilbilanir æfðar.

Einfalt er að starfrækja nýju hreyflana. Á tveggja hreyfla vélinni þarf einungis eitt handtak til að drepa á hreyfli og ganga örugglega frá honum til áframhaldandi flugs á hinum hreyflinum. Til að setja sama hreyfil aftur í gang þarf einungis 2 handtök: Aflgjöf stillt á hægagang og hreyfilrofi á.

Fjöldi: 1
Handbók: Flughandbók DA-42 NG
Stjórntæki:

Vélin er búin fullkomnum blindflugsbúnaði, þ.á.m. stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. DA-42 vélin er búin háþróuðum tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Þetta kerfi sem er af gerðinni Garmin G1000 er mjög vinsælt í minni flugvélum í dag vegna notkunarmöguleika þess og fullkomnara en í mörgum farþegaflugvélum.

DA-42NG flugvél Flugakademíu Keilis hefur verið uppfærð og geta tæki hennar nú sýnt flugmanni sýndarveruleika mynd af umhverfinu í kringum vélina. Hugbúnaðurinn byggir á GPS tækni, en með henni veit tækið hvar flugvélin er og getur reiknað út hæð hennar til að fá nákvæma þrívíddarmynd. Gagnagrunnur fyrir landslagið er í tækinu og getur tækið því sýnt fjöll á skjánum eins og horft væri á þau út um gluggann á vélinni. Þetta tæki eykur öryggi, flugnemar í blindflugi læra að fljúga eftir mælum og læra þá list, áður en þrívíddartæknin (Synthetic Vision System) verður þeim til halds og trausts.

Flugmælitækin eru afar fullkomin og eru með fjölmörgum öryggisatriðum eins og stafrænni sjálfstýringu, líkt og nútíma farþegaflugvélar. Flug frá Keflavík til Akureyrar tekur 1 klst og 10 mín og er hámarks farflugshraði vélarinnar 176 hnútar (326 km/klst). Vélin kemst upp í 18.000 feta hæð en flugmenn og farþegar þurfa auka súrefni við slíkar aðstæður.

Upplýsingar:

Diamond DA-42 virtual tour

Alsim ALX flughermir (úr Redbird)

Lýsing:

The Redbird MCX is a superior-quality, full motion, feature-rich Advanced Aviation Training Device priced with real-world flight training organizations in mind. The MCX is a dual yoke, dual rudder version of our FMX that is geared towards Crew Resource Management (CRM) and two pilot cockpit training. With standard features that are anything but standard such as wrap-around visuals, a fully enclosed cockpit, quick-change configurations, scenario-based training compatibility and of course an electric motion platform, the MCX serves up a level of realism that is simply unavailable in other training devices on the market.

The MCX was designed to be reconfigurable, allowing the flight school to use one simulator to represent all of the airplanes in their training fleet. It’s versatile enough to be used for Single or Multi-engine training and can represent glass panel aircraft as well as traditional 6-pack configurations. Each simulator comes with one configuration of your choice from our library of available aircraft. Additional configurations may be purchased.

DA42 flughermir

Lýsing:

Diamond flughermirinn var þróaður af flugmönnum, flugkennurum og verkfræðingum til að búa til þjálfunartæki í bestu gæðum sem völ er á. Hann er byggður úr Diamond flugvélahlutum, með sömu stjórntæki og skjái, gæða útsýnisskjái og flugeiginleika vélarinnar einsog hún kemur frá framleiðanda. Stjórnstöð kennara er í sama gæðaflokki og í flughermum sem flugfélögin nota.

Flughermirinn er hannaður fyrir bæði grunnkennslu í blindflugi sem og fyrir lengra komna, og er hann fullkominn fyrir kennslu, inntökupróf sem og verkleg próf.