Fara í efni

<< Skólar og námsframboð >>

Háskólabrú

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír. Nánari upplýsingar

Flugakademía Íslands

Flugakademía Íslands býður upp á flugnám í fremstu röð. Í byrjun árs 2019 sameinuðust Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands, einn elsti starfandi flugskóli landsins. Sameinaðir mynda skólarnir nú einn öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum með rúmlega tuttugu kennsluvélar, fullkomna flugherma og á þriðja hundrað flugnema. Nánari upplýsingar

Menntaskólinn á Ásbrú

Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Brautin byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Einnig býður MÁ upp á opna braut til stúdentsprófs.  Nánari upplýsingar

Heilsuakademía

Við Heilsuakademíuna er boðið upp á ÍAK einka- og styrktarþjálfunarám sem og nám í fótaðgerðafræði. Undirbúningsnámskeið fyrir þá sem stefna á að þreyta Inntökupróf Læknadeildar HÍ er einnig staðsett hér. Nánari upplýsingar

 

 

Fjarnámshlaðborð

Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir henta bæði þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis og þeim sem vantar viðbótareiningar en stefna á nám utan Keilis. Nánari upplýsingar

Undirbúningur fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeild Háskóla Íslands (læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði) var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið er uppfært árlega í samræmi við áherslur fyrri inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara. Nánari upplýsingar

 

 

Fréttir og tilkynningar

Við erum á Instagram