Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Keili

Nemendur í Keili.
Nemendur í Keili.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á fjölmörgum námsbrautum Keilis vegna vorannar 2024. Fjölbreyttir möguleikar eru til náms á þriðja hæfniþrepi (framhaldsskólastigi) í Keili, en í janúar er hægt að hefja nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð, opinni stúdentsbraut, styrktarþjálfaranám og Háskólabrú.

Allan ársins hring er hægt að skrá sig í staka áfanga á framhaldsskólastigi í Fjarnámshlaðborði Keilis. Einstakur sveigjanleiki er til skráninga og áfangarnir metnir inn í alla helstu framhaldsskóla landsins. Áfangarnir eru alfarið í fjarnámi, en gera verður ráð fyrir munnlegu lokamati í öllum stökum fjarnámsáföngum.

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknavísindadeild HÍ tekur við skráningum bæði haust og vor. Þeir sem sitja námskeiðið nýta gjarnan haustið til þess að undirbúa sig sjálfir og fá strax í kjölfar innritunar aðgengi að undirbúningsgögnum. Námskeiðið sjálft fer fram á tímabilinu jan-júní og er það þátttakendum í sjálfsvald sett hvort þeir vilja mæta á námskeiði eða sitja það í fjarþátttöku.

Að auki eru margir sem hyggja á námsbrautir í Keili haustið 2024 byrjaðir að fá stuðning námsráðgjafa Keilis og hafa einnig byrjað að vinna sér inn undirbúningseiningar frá janúarmánuði. Afar öruggur og góður staður til þess að taka fyrstu skrefin að frekara námi er að bóka sér tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Við hvetjum þig til þess að heyra í okkur.

Sjá nánar inntökuskilyrði og umsóknarfresti í námsbrautir Keilis á vorönn hér:

Háskólabrú
Menntaskólinn á Ásbrú
Styrktarþjálfaranám
Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknavísindadeild HÍ
Fjarnámshlaðborð Keilis