Fara í efni

Fréttir

Flugvirkjanám með mikla möguleika

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Flugvirkjanám Flugakademíu Keilis sem hefst í ágúst 2019. Um er að ræða fimm anna bóklegt og verklegt réttindanám flugvirkja fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum.
Lesa meira

Hæsta einkunn frá upphafi í atvinnuflugnámi Keilis

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema og hafa þá samtals 246 atvinnuflugmenn útskrifast frá upphafi. Aukin aðsókn hefur verið í flugnám hjá Keili undanfarin ár og stunda að jafnaði á þriðja hundrað nemendur flugnám við skólann á ári hverju.
Lesa meira

Keilir eignast Flugskóla Íslands

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bóklegu og verklegu námi í flugskólunum er á fimmta hundrað.
Lesa meira

Keilir semur við Flugverk um þjónustu á kennsluvélum skólans

Flugakademía Keilis hefur samið við viðhaldsfyrirtækið Flugverk um þjónustu á viðhaldi flugvéla skólans og tekur samningurinn gildi þann 1. desember næstkomandi.
Lesa meira

Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi Keilis

Haustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða, þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður.
Lesa meira

Kynningarfundur um flugtengt nám

Flugakademía Keilis býður upp á kynnignarfund um flugnám fimmtudaginn 25. október kl. 17:00 - 19:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Samstarf við Diamond Flying Club í Austurríki

Vegna aukins áhuga á atvinnuflugnámi í Flugakademíu Keilis, hefur skólinn gert ráðstafanir til að tryggja aðgengi nemenda á seinni stigum námsins að fjölhreyflaáritun (CPL/ME/IR) með samstarfi við Diamond Flying Club í Austurríki.
Lesa meira

Nemendur frá Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis

Þessa dagana eru tveir flugnemendur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis. Sem liður í flugnáminu þeirra, þurfa Anna Palmqvist og Viktor Varhelyi að sækja tveggja vikna starfsnám hjá flugskóla í eða utan Svíþjóðar og ákváðu þau að sækja um að taka þessar vikur hjá Keili.
Lesa meira

Námskeið fyrir flugkennaraáritun hefst í lok september

Flugakademía Keilis býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem hefst 28. september 2018.
Lesa meira

Starf flugvirkja hjá Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis auglýsir eftir flugvirkja til að sjá um almenna viðhaldsvinnu á flugvélum skólans. Umsækjendur þurfa að hafa Part 66 réttindi og marktæka starfsreynslu.
Lesa meira