Keilir brautskráði 18 leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú þann 10. júní. Námið er á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada og var þetta þriðji hópurinn sem lýkur náminu. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, og Ross Cloutier yfirmaður námsins hjá TRU flutu ávarp, auk þess sem Fífa Lísa Óskarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir með 8,56 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá GG sjósport fyrir námsárangur.