Fara í efni

Takk fyrir komuna á Opið hús Keilis

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir sem mættu á Opið hús hjá okkur í síðustu viku. Fjölmargir komu á viðburðinn og kynntu sér námsframboðið auk þess að fá að prófa fjölbreytta aðstöðu okkar í Keili og skoða sig um. Fyrir þá sem ekki komust á Opið hús viljum við minna á að hægt er að panta kynningarheimsókn hjá námsráðgjöfum og forstöðumönnum.

Verðlaun úr lukkuleik frá Opnu húsi verða bráðlega tilkynnt á instagramminu okkar @keilir. Endilega fylgist með á næstunni.