Fara í efni

Takk fyrir okkur

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Árið 2008 útskrifuðust 85 nemendur í fyrstu útskrift okkar, en síðan þá hafa 3.208 einstaklingar lokið námi í Keili. Á árinu 2018 voru deildir skólans orðnar fjórar með á annan tug námsframboða, starfsfólk hátt í eitt hundrað og árleg velta nálægt einum milljarði. 

Á þessum tíma hefur fjöldi háskólamenntaðra á Suðurnesjum margfaldast samhliða því að námstækifærum hefur fjölgað á svæðinu. Keilir hefur frá upphafi kappkostað að bjóða upp á nám sem höfðar jafnt til þarfa nútíma nemenda og krafa atvinnulífsins, og þannig mætt örum breytingum í kennsluháttum og á vinnumarkaði.

Við þökkum samstarfsaðilum, starfsfólki og nemendum skólans - núverandi og fyrrverandi - fyrir samstarfið og samveruna á undanförnum árum. Kærar þakkir fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til þess næsta.