Fara í efni

Reynsla af vendinámi við enskukennslu í MÁ

Vendinám krefst mikils af nemendum og kennurum

Geir Finnsson, enskukennari og félagsmálafulltrúi í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) segir frá reynslu sinni af því að móta nýja og öðruvísi enskukennslu í framhaldsskóla. Í greininn fjallar Geir um vendinám sem nemendur í MÁ og kennarar stunda daglega í hóparýmum og einstaklingsrýmum. Hann segir frá faglegu frelsi sem hann hefur við störf sín og ræðir um námið og fyrirkomulag þess í MÁ.

MÁ er eitt af fjórum kennslusviðum Keilis. Keilir er framsækinn framhaldsskóli sem leitar nýrra tækifæra í kennsluháttum og hafa margar nýjar lausnir verið innleiddar á öllum sviðum skólastarfsins. Má þar nefna vendinám, gagnvirkt fjarnám, áherslu á virkni nemenda og nýjar leiðir í námsmati.

Einstaklingsrýmið og hóparýmið

Í greininni kemur fram að í vendinámi er þumalputtareglan sú að þegar nemendur meðtaka nýjar upplýsingar, eins og að horfa á, hlusta eða lesa eitthvert efni, þá eigi áherslan að vera á að það gerist í einstaklingsrýminu. Það rými getur verið hvar sem er, t.d. heima, á bókasafni, kaffihúsi eða einfaldlega einhvers staðar þar sem nemendur fá næði til kynna sér efnið. Þegar nemendur mæta svo í tíma, í hóparýmið, nýta þeir upplýsingarnar sem þeir öfluðu utan kennslustofunnar og vinna verkefni sem byggjast á þessum sömu upplýsingum.

Kostur við vendinámið

Geir segir að kostur við vendinám sé að kennurum gefist talsvert meiri tími til þess að veita hverjum einasta nemanda einstaklingsmiðaða leiðsögn í öllum kennslustundum. ,,Við kynnumst nemendum okkar nánar og getum þá sérstaklega komið betur til móts við ólíkar þarfir þeirra”.

Greinin hlaut viðurkenningu frá Samtökum áhugafólks um skólaþróun um spennandi þróunarverkefni í framhaldsskólum