Fara í efni

Námskynning á Ísafirði

Keilir verður með opinn kynningarfund um námsframboð skólans föstudaginn 26. apríl kl. 17 - 18 í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði að Suðurgötu 12. Allir velkomnir.

Við leggjum áherslu á að þetta verði létt spjall  þar sem þú getur fræðst um námsframboð skólans: 

  • Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu
  • Atvinnuflugmannsnám (hægt að taka að hluta til í fjarnámi)
  • Einka- og styrktarþjálfaranám í fjarnámi og staðlotum
  • Alþjóðlegt einkaþjálfaranám á ensku í fullu fjarnámi
  • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku sem fer fram um allt land
  • Fótaaðgerðafræði í fjarnámi og staðlotum
  • Stúdentspróf með áherslu á töluvleikjagerð
  • Háskólanám í tölvuleikjagerð í fullu fjarnámi