31.03.2023
Fjölbreyttar kennarastöður eru lausar til umsókna hjá Keili fyrir skólaárið 2023-2024. Í Keili eru starfrækt fjögur kennslusvið með ólíkar áherslur. Keilir hefur frá upphafi sérhæft sig í framhaldsskólabrautum, en leitast við að þróa námsframboðið jafnt og þétt í gegnum árin. Á öllum sviðum er vendinám notað í miklum mæli og öll aðstaða og stuðningur við kennara við upptökur til fyrirmyndar. Starfandi er kennsluráðgjafi hjá Keili sem kennarar hafa aðgengi að. Kennsluráðgjafi nýtist kennurum við alhliða skipulag í vinnu með nemendum og við uppsetningu áfanga - en einnig sem stuðning við betrumbætur í áföngum.