Fara í efni

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði

Keilir hefur tekið við undirbúningsnámskeiði fyrir nemendur sem stefna á að fara í inntökupróf í læknisfræði eða sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. 

Námskeiðið, sem gengur út á að koma þátttakendum í gegnum inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði, var fyrst haldið á vordögum árið 2003.

Rúmlega 300 nemendur hafa árlega sótt námskeiðið síðustu árin og mun Keilir byggja á góðum grunni síðustu ára. Það verða því ekki miklar breytingar á fyrirkomulagi námskeiðisins, en þó verður allt námsefni framvegis aðgengilegt þátttakendum á Moodle sem mun einfalda aðgengi þeirra að viðamiklum upplýsingabanka.

Upplýsingar um námskeiðið 

Kynningarfundur fyrir inntökuprófin árið 2020 verður haldinn 16. október 2019 kl. 17:30 - 19:30 í stofu HT-103 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Á fundinum verður farið yfir inntökuprófin, áherslur og hvernig best er að haga undirbúningi. Á sama tíma verður ítarleg handbók námskeiðsins (Biblían) afhent, auk þess sem opnað verður fyrir rafrænan aðgang að mjög yfirgripsmiklu kennsluefni.

Miðvikudaginn 8. janúar hefjast síðan fyrirlestrar og stoðtímar sem fara fram vikulega til 1. apríl. Að loknum stúdentsprófum í maí verður að auki 26 tíma fyrirlestrasyrpa um efni inntökuprófsins.

Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Almenn þekking, siðfræði og lesskilningur, auk fyrirlestra um námstækni, fara fram utan dagskrár.

Nánari upplýsingar námskeiðið, fyrirkomulag og kennara, sem og dagskrá fyrirlestra og stoðtíma má finna á heimasíðunni okkar. Einnig má hafa samband við okkur í síma 578 4000 og á inntokuprof@keilir.net

Þátttökugjald er 72.000 kr. Innifalið er aðgangur að bæði fyrirlestrum og stoðtímum, ásamt rafrænu kennsluefni og ítarlegri útprentaðri handbók.

Nánari upplýsingar og skráning