Fara í efni

Fyrirlestur: Rataðu í styrkjafrumskóginum

Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn bjóða upp á opinn fyrirlestur á netinu um gerð styrkumsókna þriðjudaginn 16. febrúar kl. 11 - 12. 
 
Viðburðurinn er á vegum Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar, sem er samstarfsvettvangur fyrrgreindra aðila um nýsköpun, fræðslu, framþróun og frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu.
 
Í vinnustofunni verður farið yfir hvers konar verkefni eru almennt styrkhæf, hvar hægt er að sækja um styrki, hvað einkennir góðar styrkumsóknir og helstu mistök sem umsækjendur gera.
 
Fyrirlesarinn Þórunn Jónsdóttir, er önnur af tveimur stofnendum Poppins & Partners. Hún hefur áratuga langa reynslu af nýsköpun og fyrirtækjarekstri. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í nýsköpun og rekstri frá árinu 2013 og hefur veitt stjórnendum margra af fremstu sprotafyrirtækjum landsins ráðgjöf hvað varðar styrkjamál, fjármögnun og stefnu. Þórunn hefur þá kennt frumkvöðlafræði við Vefskólann og Tækniskólann 2016-2020 og verið leiðbeinandi og mentor í frumkvöðlaáföngum við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands.
 
Viðburðurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á Facebooksíðu Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar.