Keilisgarðar - Nemendaíbúðir

Húsnæðissvið býður nemendum Keilis að leigja hagkvæmar tveggja herbergja íbúðir á Keilisgörðum. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans.

Íbúðir A

Tveggja herbergja (62m²)

  • Íbúðin er með stofu og eldunaraðstöðu og sér svefnherbergi. Rafmagn og hiti er innifalið í verði. Á annarri og þriðju hæð er stórt sameiginlegt eldhús með eldavélum og sameiginlegu þvottahúsi og stofu. 
  • Dýr eru ekki leyfð í húsinu.

Íbúðir B

Tveggja herbergja (55m²) 

  • íbúðin er með tvö herbergi, annað hvort eru þau leigð sem stök herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eldunaraðstöðu eða leigð sem lítil íbúð og er þá annað herbergið notað sem stofa. Rafmagn og hiti er innifalið í verði.  Á annarri og þriðju hæð er stórt sameiginlegt eldhús með eldavélum og sameiginlegu þvottahúsi og stofu.
  • Dýr eru ekki leyfð í húsinu. 

Sækja um íbúð

Nánari upplýsingar um verð og nánari aðstoð veitir Húsnæðissvið Keilis í gegnum tölvupóst í síma 578 4000. Húsnæðissvið aðstoðar einnig þá nemendur sem vilja komast í stærri íbúð á Ásbrú en slíkar íbúðir eru auglýstar á vefsíðu Heimavalla. Upplýsingar um húsaleigubætur má nálgast hér.

Ásbrú í Reykjanesbæ

Á Ásbrú hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp öflugan byggðakjarna, með fjölmörg fyrirtæki, fjölbreytta þjónustu og sívaxandi íbúafjölda. Svæðið, sem er staðsett á fyrrum varnarsvæði Bandaríkjahers, er hluti af Reykjanesbæ sem er eitt af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. Síðan svæðið var tekið í notkun árið 2007 hefur Ásbrú byggst upp og þróast sem ákjósanlegur stað fyrir nemendur, íbúa og starfsemi.