COVID-19

Síðast breytt mánudaginn 2. nóvember

COVID-19 kórónuveiran hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar bæði hér heimafyrir og erlendis. Hér má finna upplysingar um skólahald í Keili í kjölfar aðgerða stjórnvalda samkvæmt reglugerð 1. nóvember 2020

Athugið að stjórnvöld munu endurmeta þörf fyrir takmörkun eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort að unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistímann. Geri stjórnvöld breytingar á reglum nálægðartakmörkun eða um fjöldatakmarkanir verður þetta fyrirkomulag einnig endurskoðað til samræmis.

 • Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

  3. nóvember 2020

  Gildissvið

  Takmörkun á skólastarfi tekur gildi frá og með 3. nóvember 2020 og gildir til og með 17. nóvember 2020. Um fjöldatakmörkun í skólastarfi á hverju skólastigi fer eftir ákvæðum reglugerðar þessarar. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkun skólastarfs eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á skólastarfi tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna skóla. Þá tekur reglugerðin jafnframt til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og félagsmiðstöðva, sem og til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

  Framhaldsskólar.

  Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fari aldrei yfir 10 í hverju rými. Í áföngum sem skulu samkvæmt skipulagi brauta vera teknir á fyrsta námsári er heimilt að hafa allt að 25 einstaklinga í rými að því gefnu að unnt sé að halda 2 metra nálægðartakmörkun.

  Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notast sé við andlitsgrímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur og kennarar nota andlitsgrímu.

  Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar. Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja viðveru nemendahópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Ákvæði þetta kemur ekki í veg fyrir að nemendur geti dvalið á heimavist.

  Heimilt er að halda þýðingarmikil próf fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og ýtrustu sóttvarnaráðstöfunum. Mötuneyti er heimilt að starfa samkvæmt gildandi ákvæðum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmarkanir. Ökunám og flugnám með kennara þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og kennara er óheimilt.

 • Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum

  Almennt gildir regla um 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda á framhaldsskólastigi, að undanskildum áföngum á fyrsta námsári. Blöndun nemenda milli hópa í kennslu er ekki heimil, en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa.

 • Fjöldatakmörkun

  Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 10 einstaklinga í rými. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.

 • Aðgangur nemenda og starfsfólks að skólanum

  Aðalbygging Keilis opin nemendum og starfsfólki eins og fram kemur á vefsíðu skólans. Þó gilda eftirfarandi takmarkanir:

  • Nemendur sem vilja nýta sér vinnuaðstöðu er bent á að nota sínar heimastofur. Nemendur í Háskólabrú og Íþróttaakademíu nýta les- og vinnurými á B gangi, en nemendur í atvinnuflugnámi og fótaaðgerðafræði á A gangi.
  • Nemendur Menntaskólans á Ásbrú nýta skólastofur á A gangi.
  • Fjölda sæta við borð takmarkaður samkvæmt eins metra reglunni.
  • Hámarksfjöldi í afmörkuðum rýmum er takmarkaður við 100 manns.
  • Munum að við erum öll almannavarnir og berum ábyrgð sem einstaklingar á að reglum sé framfylgt.

  Nemendur eru hvattir til að nýta þær rafrænu þjónustuleiðir sem við höfum svo sem vefsíðu, tölvupóst, Moodle, Teams og Discord. Á þessum tímum er jafnvel enn meiri ástæða til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa - Þóru (thora@keilir.net) og Skúla (skuli.b@keilir.net).  

  Við munum öll leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur. 

 • Upplýsingar varðandi skólahald

  Eftir sem áður minnum við starfsfólk og nemendur Keilis á eftirfarandi:

  • Nemendur eru hvattir til að nýta rafrænar þjónustuleiðir Keilis svo sem heimasíðu, tölvupóst, Moodle og Teams.
  • Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa Keilis. 
  • Nýtið ykkur þær rafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði til að hafa samband við annað starfsfólks skólans einnig og eftir því sem við á.
  • Kynnið ykkur nýjustu upplýsingar um útbreiðslu veirunnar, viðbrögð og varnir á heimasíðunni COVID-19
  • Nemendur og starfsfólk Keilis eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
  • Fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin. 
  • Fylgið eins metra reglunni í skólum í hvívetna.
  • Settur hefur verið upp búnaður fyrir handhreinsun í byggingu Keilis og er starfsfólk hvatt til að nýta sér hann. 
  • Áríðandi er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða lasleika haldi sig heimafyrir.
  • Fólk með áhættuþætti, s.s. eldri einstaklingar og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma eða eru ónæmisbældir, á að vinna heima, forðast mannamót að óþörfu og huga vel að hreinlæti.
  • Gáið hvert að öðru, hvetjið fólk til að fara heim ef það virðist veikt og hugið sérstaklega að fólki sem ekki hefur neitt tengslanet á Íslandi.

  Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert til að draga úr áhrifum og dreifingu veirunnar.

 • Viðbragðsáætlun nemenda vegna COVID-19

  Hér má líta viðbragðsáætlun Keilis og Menntaskólans á Ásbrú vegna COVID-19 smits eða gruns um smit nemenda. Skýringarmynd [JPG].
  Uppfært 24. ágúst 2020

  Ef veikindi nemenda kemur upp

  1. Almennt um veikindi: Mikilvægt er að nemandi haldi sig heima og mæti ekki í skólann ef hann finnur fyrir einkennum. Helstu einkenni COVID-19 minna á venjulega flensu: Hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir, ásamt þreytu. Melgingareinkenni svo sem kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur eru ekki mjög áberandi, en eru þó þekkt.

   Ef fyrrnefnd einkenni koma upp hjáhjá nemanda er hann hvattur eindregið til að hafa samband við heilsugæslu, netsjpall Heilsuverndar eða vaktsíma 1700 með ofangreindar upplýsingar. 

  2. Nemandi veikist af COVID-19: Ef nemandi verður veikur, fer í sýnatöku og reynist smitaður af COVID-19, fer eftirfarandi ferli í gang.

  3. Almennt um rakningu: Smitrakningateymi hefur samband við nemanda eða forráðarmann sem hefur smitast og eftir atvikum við framkvæmdastjóra eða forstöðumann viðkomandi sviðs. Nemandinn upplýsir um aðstæður í skólanum og samskipti sín við aðra á tilgreindu sóttvarnarsvæði/hólfi. Nemandi hefur samband við forstöðumann deildar eða skólastjóra og upplýsir um stöðu mála.

  4. Tímabil sóttkvíar: Smitrakningarteymi gefur upp það tímabil sem miða á við og er þá gengið út frá reglunni: Innan 48 klst og innan 2 metra í meira en 15 mínútur með þeim smitaða. Sóttkví er 14 dagar frá því að viðkomandi var útsettur fyrir smiti. Miðað er við 24 klst. áður en fyrstu einkenna varð vart. Ef um engin einkenni er að ræða, er miðað við 48 klst. frá sýnatöku.

   Dæmi: A fær einkenni 2. ágúst en greinist með COVID-19 þann 4. ágúst. Viðkomandi hitti B þann 1. ágúst og þeir unnu saman. B fer þá í 14 daga sóttkví frá 1. ágúst.

  5. Úrvinnslusóttkví: Ef það koma upp vafamál um umgengni eða samneyti nemenda við samnemendur eða starfsfólk, er engin áhætta tekin heldur er svæði lokað tímabundið. Svokölluð úrvinnslusóttkví stendur yfirleitt þangað til búið er að rekja smit eða niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.

  Einstaklingur fer í sóttkví ef hann

  • Hefur umgengist fólk sem svo greinist með COVID-19.
  • Hefur verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum.

  Nánari upplýsingar

 • Viðbragðsáætlun starfsfólks vegna COVID-19

  Hér má líta viðbragðsáætlun Keilis og Menntaskólans á Ásbrú vegna COVID-19 smits eða gruns um smit starfsfólks. Skýringarmynd [JPG].
  Uppfært 24. ágúst 2020

  Ef veikindi starfsmanns kemur upp

  1. Almennt um veikindi: Mikilvægt er að starfsfólk haldi sig heima og mæti ekki til vinnu ef það byrjar að finna fyrir einkennum. Helstu einkenni COVID-19 minna á venjulega flensu: Hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir, ásamt þreytu. Melgingareinkenni svo sem kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur eru ekki mjög áberandi, en eru þó þekkt.

   Ef fyrrnefnd einkenni koma upp hjá þér eða fjölskyldu þinni hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við heilsugæslu, netsjpall Heilsuverndar eða vaktsíma 1700 með ofangreindar upplýsingar. 

  2. Starfsmaður veikist af COVID-19: Ef starfsmaður verður veikur, fer í sýnatöku og reynist smitaður af COVID-19, fer eftirfarandi ferli í gang.

  3. Almennt um rakningu: Smitrakningateymi hefur samband við þann sem hefur smitast og eftir atvikum við framkvæmdastjóra eða forstöðumann viðkomandi sviðs. Starfsmaður upplýsir um aðstæður í skólanum og samskipti sín við aðra á tilgreindu sóttvarnarsvæði/hólfi. Starfsmaður hefur samband við framkvæmdastjóra og upplýsir um stöðu mála.

  4. Tímabil sóttkvíar: Smitrakningarteymi gefur upp það tímabil sem miða á við og er þá gengið út frá reglunni: Innan 48 klst og innan 2 metra í meira en 15 mínútur með þeim smitaða. Sóttkví er 14 dagar frá því að viðkomandi var útsettur fyrir smiti. Miðað er við 24 klst. áður en fyrstu einkenna varð vart. Ef um engin einkenni er að ræða, er miðað við 48 klst. frá sýnatöku.

   Dæmi: A fær einkenni 2. ágúst en greinist með COVID-19 þann 4. ágúst. Viðkomandi hitti B þann 1. ágúst og þeir unnu saman. B fer þá í 14 daga sóttkví frá 1. ágúst.

  5. Úrvinnslusóttkví: Ef það koma upp vafamál um umgengni eða samneyti starfsfólks, er engin áhætta tekin heldur er svæði lokað tímabundið. Svokölluð úrvinnslusóttkví stendur yfirleitt þangað til búið er að rekja smit eða niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.

  Einstaklingur fer í sóttkví ef hann:

  • Hefur umgengist fólk sem svo greinist með COVID-19.
  • Hefur verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum.

  Nánari upplýsingar