Viðbrögð og ráðleggingar vegna COVID-19

Síðast breytt mánudaginn 16. mars.

COVID-19 kórónuveiran hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar bæði hér heimafyrir og erlendis. Af þeim sökum fundar framkvæmdastjórn Keilis reglulega um viðbúnað og aðgerðir í skólastarfinu. Framkvæmdastjórn vill beina eftirfarandi ábendingum til nemenda og starfsfólks Keilis.

Áhrif samkomubanns á starfsemi Keilis

 • Öll kennsla í húsakynnum Keilis leggst af á meðan samkomubannið varir.
 • Keilir hefur fært kennslu skólans yfir í fjarnám eins og frekast er kostur.
 • Bygginar Keilis þar sem kennsla fer fram eru lokaðar og munu nemendur ekki hafa aðgang að þeim.
 • Mikilvægt er að virða samkomubann til að draga úr smithættu.
 • Nemendur eru hvattir til að nýta rafrænar þjónustuleiðir Keilis svo sem heimasíðu, tölvupóst, Moodle og Teams.
 • Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa Keilis. Þið getið fundið flýtileið á heimasíðunni til nálgast þá en þau eru Þóra (thora@keilir.net) og Skúli (skuli.b@keilir.net).
 • Nýtið ykkur þær rafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði til að hafa samband við annað starfsfólks skólans einnig og eftir því sem við á.

Við munum öll leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur. Skólinn mun efla upplýsingaflæði til kennara og nemenda eins og frekast er kostur og bið ég ykkur að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu skólans, tölvupóstum og skilaboðum á samskiptamiðlum.

Upplýsingar deilda um breytingu á kennslufyrirkomulagi 

Almennar upplýsingar

 • Kynnið ykkur nýjustu upplýsingar um útbreiðslu veirunnar, viðbrögð og varnir á heimasíðunni COVID-19
 • Nemendur og starfsfólk Keilis eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
 • Fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin. 
 • Settur hefur verið upp búnaður fyrir handhreinsun í byggingu Keilis og er starfsfólk hvatt til að nýta sér hann. 
 • Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á þrif í byggingum. 
 • Nemendur og starfsfólk eru beðnir sérstaklega að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum um þau landsvæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Fólk ætti ekki að ferðast til þessara svæða en ef ekki verður hjá því komist, þarf fólk að fara í sóttkví skv. leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og Landlæknis.
 • Sé starfsfólk í vafa um hvort halda skuli í ferðalög á vegum skólans, þótt ekki sé um skilgreind hættusvæði að ræða, er því frjálst að hætta við slíkar ferðir. Fáist kostnaður vegna þessa ekki bættur (t.d. frá flugfélagi, ráðstefnuhaldara, tryggingarfélagi eða stéttarfélagi) verður leitað allra leiða til að starfsfólk verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni.
 • Áríðandi er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti, t.d. vegna ferðalaga, hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar. Þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og komi alls ekki veikir í skólann.
 • Fólk með áhættuþætti, s.s. eldri einstaklingar og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma eða eru ónæmisbældir, á að vinna heima, forðast mannamót að óþörfu og huga vel að hreinlæti.
 • Gáið hvert að öðru, hvetjið fólk til að fara heim ef það virðist veikt og hugið sérstaklega að fólki sem ekki hefur neitt tengslanet á Íslandi.

Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert til að draga úr áhrifum og dreifingu veirunnar.