Námsframboð í ferðaþjónustu

Þórir Erlingsson, aðjúnkt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, er verkefnastjóri þróunar á námsframboði tengt ferðaþjónustu hjá Keili.

Keilir hefur undanfarið unnið að gerð fjölbreyttra námskeiða með áherslu á úrræði fyrir atvinnulausa einstaklinga úr ferðaþjónustunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika ferðaþjónustu hérlendis og erlendis er ljóst að það eru mýmörg tækifæri sem tengjast menntun, endurmenntun og þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum.

Reiknað er með að fyrsti hluti námskeiðanna hefjist í janúar 2021. Þau verða í boði bæði á ensku og íslensku, kennd í fjarnámi með reglulegum staðlotum í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

 • Ertu kunnugur staðháttum?

  Hversu vel þekkir þú Ísland? Í áfanganum er kennd landafræði Íslands ásamt því að farið er yfir aðstæður og staðhætti á helstu ferðamannastöðum landsins. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna skil á og getað aflað sér frekari þekkingar um helstu ferðamannastaði landsins, sögu þeirra og stöðu. 

 • Frumkvöðlafræði

  Ertu með frábæra hugmynd? Heimur frumkvöðulsins er oft þyrnum stráður en í áfanganum er unnið með hugmyndir frá grunni, og farið yfir hvaða leiðir eru í boði til að hugmynd geti orðið að veruleika. Að áfanganum loknum munu nemendur skilja heim frumkvöðulsins og geta unnið að framgangi hugmynda sinna.

 • Kenningar og saga

  Hospitality Management nær yfir allt svið ferðaþjónustunnar, í áfanganum er farið yfir sögu ferðaþjónustu á Íslandi og á heimsvísu. Einnig eru helstu kenningar um ferðaþjónustu kynntar. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna skil á sögu og helstu kenningum ferðaþjónustunnar ásamt þróun hennar á síðustu ártugum. 

 • Lagaumhverfi ferðaþjónustunnar

  Allt umhverfi ferðaþjónustu byggir á ýmsum lögum og reglum sem fyrirtæki og starfsmenn ættu að kunna einhver skil á. Í áfanganum verður farið yfir helstu lög og reglugerðir og þau sett í samhengi við störf í ferðaþjónustu. Að áfanganum loknum munu nemendur þekkja helstu lög og reglugerðir um ferðaþjónustutengda starfsemi. Nemendur eiga að geta aflað sér réttra upplýsinga ásamt því að lesa lög og reglugerðir sér til gagns. 

 • Menningarheimar

  Það að búa í heimi þar sem við eigum möguleika á að ferðast milli heimsálfa nánast daglega er spennandi. Menningarmunur getur samt verið mikil og er það mikilvægt fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu að skilja meginmun á hinum ýmsu menningarheimum. Í áfanganum er lögð áhersla á að skilja mismunandi menningarheima og þeirra markhópa sem heimsækja Ísland. Að áfanganum loknum munu nemendur skilja helstu atriði menningarmuns og hvernig best er að uppfylla kröfur mismunandi menningarheima.

 • Náttúrvernd og umhverfismál

  Stærsti hópur þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland koma hingað vegna náttúrnar. Það er okkar að tryggja að landið okkar verði ekki fyrir skemmdum. Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í náttúruvernd t.d. friðlýsingar, göngustígagerð og landvörslu ásamt ábyrgð fyrirtækja í umhverfismálum. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna skil á helstu flokkum náttúruverndar, hvers vegna friðlýsingar eru gerðar og hverjar eru helstu áskoranir náttúrverndar. 

 • Samfélagsmiðlar í ferðaþjónustu

  Instagram, TikTok, Facebook eru allt nöfn sem við þekkjum. Í daglegu tali tölum við um samfélagsmiðla. Hver eru áhrif samfélagsmiðla á okkar daglegustörf í dag og hvernig er hægt að nýta samfélagsmiðla til að gera vinnustað okkar meira spennandi. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna skil á helstu samfélagsmiðlum nútímans, hvernig þeir hafa áhrif í ferðaþjónustu og starf þeirra sem ferðaþjónar. 

 • Sjálfbærni ferðaþjónustunnar

  Farið er yfir kenningar um sjálfbærni áfangastaða, hvað áhrif ferðamenn hafa á samfélög bæði efnahagslega og samfélagslega. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna skil á helstu kenningum sjálfbærninnar og hvað áhrif ósjálfbærni hefur á samfélög. 

 • Tölvukerfi ferðaþjónustunnar

  Í nútíma ferðaþjónustu er haldið utan um flesta anga reksturs í einhverskonar tölvukerfum, sum kerfin eru stór og flókin með önnur eru minni og einföld. Í áfanganum er farið yfir helstu kerfi sem notuð eru í íslenskri ferðaþjónustu og nemendur fá þjálfun í nokkrum þeirra. Að áfanganum loknum munu nemendur skilja tilgang og virkni helstu tölvukerfa sem notuð eru í ferðaþjónustu. Nemendur munu kunna hvernig nota skal helstu bókunarkerfi sem notuð eru á Íslandi.

 • Vöruþróun í ferðaþjónustu

  Frá hugmynd til vöru, margir starfsmenn í ferðaþjónustu fá hugmyndir um nýja vöru eða hvernig megi bæta þá vöru sem þeir er að selja hverju sinni. Ferðaþjónustu þróast lítið ef ekki koma nýjar vörur sama hvort talað er um ferðir, þjónustu eða eiginlega vöru. Farið er yfir ferla sem hægt er að nota til að bæta vöru og þjónustu sem auka ánægju viðskiptavina. Að áfanganum loknum munu nemendur kunna ferla og unnið að vöruþróunar verkefnum. 

 • Þjónusta við viðskiptavini

  Hvernig komum við fram við viðskiptavini? Markmið flestra ef ekki allra fyrirtækja er að veita góða þjónustu við sína viðskiptavini. Farið er yfir hvernig við þjónustum mismunandi hópa fólks og hvernig best er að tryggja góða upplifun viðskiptavina. Að áfanganum loknum munu nemendur þekkja helstu aðferðir við þjónustu og kunna að greina á milli krafa mismunandi hópa.