Fara í efni

Þjónustuborð

Þjónustuborð Keilis er við aðalinnganginn og jafnan fyrsti viðkomustaður nemenda þegar þeir koma að skrifstofu Keilis.

Við þjónustuborð er m.a. hægt að:

  • Panta áfangavottorð og námsferil
  • Panta staðfestingu um skólavist
  • Fá kvittanir fyrir skólagjöldum
  • Sækja um aðgangskubb og nemendaskírteini

Þjónustufulltrúi kappkostar við að veita nemendum sem besta þjónustu, sé erindið ekki á höndum hans vísar hann veginn að viðeigandi starfsmanni sem tekur erindið áfram til úrlausnar. Hægt er að hafa samband í tölvupósti til þess að sækja um áfangavottorð, staðfestingar og kvittanir.

Hafa samband

Opnunartími

Þjónustuborð Keilis er opið sem hér segir:

  • Mánudag til fimmtudags: 08:30 - 12:00 og 13:00 - 15:00
  • Föstudaga: 08:30 - 12:00
  • Lokað um helgar

Húsnæði Keilis

  • kl. 07:45 - 16:00 alla virka daga
  • Utan opnunartíma er hægt að komast inn í skólann með sérstökum aðgangskubbi sem nemendur Keilis geta keypt sér.

Nemendaskírteini

Allir nemendur Keilis geta fengið nemendaskírteini sér að kostnaðarlausu á skrifstofu skólans. Tapist skírteinið er hægt að fá nýtt gegn gjaldi. Nemandi sendir andlitsmynd á þjónustuborð og óskar eftir skírteini, gefur upp nafn og kennitölu og í hvaða námi hann er.

Aðgangskubbur

Nemendur Keilis geta sótt um að fá aðgangskubb við þjónustuborð Keilis fyrir 3000kr. Með aðgangskubbinum geta nemendur fengið aðgang að aðalbyggingu Keilis utan opnunartíma.

AÐGANGUR AÐ HÚSNÆÐI UTAN OPNUNARTÍMA

Utan opnunartíma er hægt að komast inn í skólann með aðgangskubbi. Skólinn er lokaður um helgar en hægt er að komast inn með aðgangskubbi frá kl. 07:15 - 22:45. Handhafi aðgangskubbs er ábyrgur fyrir umgengni og er óheimilt að taka með sér gesti. Ef nemandi verður valdur að útkalli öryggisþjónustu er hann ábyrgur fyrir kostnaði sem því fylgir. Öryggiskerfi hússins fer í gang alla daga vikunnar kl. 23:00 og þá verður húsið að vera mannlaust, öll umgengni eftir þann tíma ræsir kerfið.

Athugið að húsnæði Keilis er vaktað með öryggismyndavélum.

Ábendingar og aðstoð

Er eitthvað bilað, vantar þig aðstoð, viltu koma með ábendingu, kvörtun, hrós? Keilir starfar á nokkrum stöðum og því getur verið erfitt að fylgjast með þegar eitthvað er bilað eða fer úrskeiðis. Jafnframt viljum við leggja okkur fram við að bæta þjónustuna og aðstöðuna. Við tökum því fagnandi að fá ábendingar frá nemendum um allt milli himins og jarðar.