Afgreiðsla

Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er skrifstofa Keilis fyrsti staðurinn sem þeir leita til. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist og yfirlit yfir námsferla  Á skrifstofunni er einnig hægt að kaupa prentkvóta og þar eru stúdentakort afhent. Ýmis önnur þjónusta er veitt á skrifstofunni og geti starfsmenn ekki afgreitt málið vísa þeir því rétta leið.

Opnunartími afgreiðslu:

Mánudaga til fimmtudaga: 8:30 - 12:00 og 13:00 - 15:00

Föstudaga: 8:30 - 12:00

Lokað er um helgar

Ábendingar og aðstoð

Er eitthvað bilað, vantar þig aðstoð, viltu koma með ábendingu, kvörtun, hrós? Keilir starfar á nokkrum stöðum og því getur verið erfitt að fylgjast með þegar eitthvað er bilað eða fer úrskeiðis. Jafnframt viljum við leggja okkur fram við að bæta þjónustuna og aðstöðuna. Við tökum því fagnandi að fá ábendingar frá nemendum um allt milli himins og jarðar.

Hafa samband

Aðalnúmer Keilis: 578 4000

Netfang: keilir@keilir.net