Hjá Keili er eingöngu tekið við rafrænum umsóknum. Inntökuskilyrði eru misjöfn eftir deildum og námsbrautum. Þeim er skilmerkilega lýst í umfjöllun um hverja námsbraut á heimasíðunni. Afgreiðsla umsókna fer fram jafnóðum og umsóknir berast. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku.
Íþróttaakademía Keilis
- ÍAK einkaþjálfaranám Umsókn
- ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunarorðin fagmennska og þekking að leiðarljósi. Námið miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2021.
- ÍAK styrktarþjálfaranám Umsókn
- ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2021.
- NPTC - einkaþjálfari í fullu fjarnámi Umsókn
- Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn aðgang að öllum kennslumyndböndum á meðan áfanginn er opinn. Nemandinn getur þannig stjórnað hraða námsins sjálfur. Fyrirkomulagið hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifæri til að fara mun dýpra í námsefni áfanganna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur. Námið er í fullu fjarnámi og er kennt á ensku. Tekið er inn í námið sjö sinnum á ári.
- Fótaaðgerðafræði Umsókn
- Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár. Áfangarnir eru kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með umsókn skal fylgja afrit af námsferli og persónulegt kynningarbréf. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2021.
- Leiðsögunám Umsókn
- Átta mánaða háskólanám fyrir leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku þar sem helmingur námstímanns fer fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Námið hefst næst haustið 2021.
Háskólabrú Keilis
- Háskólabrú - fjarnám Umsókn
- Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám. Fjarnám Háskólabrúar Keilis hefst næst í ágúst 2021.
- Háskólabrú - staðnám Umsókn
- Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Til að uppfylla inntökuskilyrði skólans þurfa nemendur að hafa lokið a.m.k. 117 feiningum (framhaldskólaeiningar sem er samsvarandi 70 einingum) og þar af 10 feiningum í íslensku, ensku og stærðfræði (þ.e. 6 einingar í hverju fagi). Staðnám Háskólabrúar hefst næst í ágúst 2021.
- Háskólabrú með vinnu Umsókn
- Hefur þú alltaf stefnt á háskólanám en hefur ekki lokið framhaldsskóla? Keilir býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Fjarnám Háskólabrúar Keilis með vinnu hefst næst í ágúst 2021.
- Preliminary University Studies Lokað
- Keilir Academy in Iceland offers Preliminary Studies for university education taught in English. The format of the education is distance learning and takes about two years. Graduating from the programme provides access to a number of different faculties at the University of Iceland. Keilir has been offering Preliminary University Studies in Icelandic since 2007.
Námsframboð í tölvuleikjagerð
- Framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð Upplýsingar
- Ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð verður í boði á vegum Keilis frá og með haustinu 2019, samkvæmt samkomulagi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Keilis. Námið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum en með samkomulaginu hefur ráðuneytið nú veitt skólanum leyfi til inntöku allt að 40 nýnema á haustönn 2019. Næst verða teknir inn nemendur í ágúst 2021.
- Háskólanám í tölvuleikjagerð Upplýsingar
- Keilir býður upp á námsbraut í tölvuleikjagerð á háskólastigi í samstarfi við norska skólann Noroff - School of technology and digital media. Um er að ræða BSc gráðu sem er tekin á þremur árum í fjarnámi með staðlotum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Næstu námskeið hefjast haustið 2021.
Flugakademía Keilis
- Einkaflugmannsnám (PPL) Umsókn
- Sem einkaflugmaður öðlast þú réttindi til að fljúga einkaflug við sjónflugsskilyrði með farþega hvert á land sem er án endurgjalds, einnig öðlast sá hinn sami réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í öllum löndum Evrópu. Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á að fara í atvinnuflugmannsnám sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis. Hægt er að sækja um allt árið, en bóknám hefst að öllu jöfnu í byrjun janúar og ágúst.
- Samtvinnað atvinnuflug (IATPL) Umsókn
- Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IATPL -Integrated Airline Transport Pilot Licence) er hannað fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Handhafar að einkaflugmannskírteini geta einnig farið í þetta nám, en þá er framkvæmt mat á flugtímum og bóklegri þekkingu samkvæmt reglugerð þar af lútandi. Allt nám, bæði bóklegt og verklegt, er að öllu leiti skipulagt af skólanum og tekur um 18-24 mánuði. Námið er að fullu lánshæft sem 4 anna nám hjá LÍN - Lánasjóð Íslenskra Námsmanna. Næstu námskeið hefjast í apríl og ágúst 202.
- Áfangaskipt atvinnuflug (Modular ATPL) Umsókn
- Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám (Modular ATPL) fer fram samkvæmt sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 fög sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá kl. 9 - 16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf. Næstu námskeið hefjast í apríl og ágúst 2021.
- Flugkennaraáritun Umsókn
- Flugakademía Keilis býður upp á tólf vikna námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr handahafa atvinnuflugmannsskírteinis fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið tekur m.a. á undirbúningi og framkvæmd flugæfingartíma og undirbúning og framkvæmd bóklegra og verklegra kennslustunda. Námskeið hefjast að öllu jöfnu í byrjun mars og október..
- Upprifjunarnámskeið flugkennara FI/IRI Umsókn
- Flugakademía Keilis býður upp á tveggja daga námskeið fyrir handhafa flugkennaravottunar (Flugkennaraáritun) til að viðhalda réttindum. Námskeiðið tekur m.a. nýjustu breytingum í flugkennslu, reglugerðum og upprifjun á undirbúningi og framkvæmd flugæfingartíma og undirbúning og framkvæmd bóklegra og verklegra kennslustunda. Námskeið hefjast að öllu jöfnu í byrjun mars og október, í tengingu við flugkennaranámskeið.
- Enskumat flugmanna Umsókn
- Flugakademía Keilis býður að jafnaði einu sinni í mánuði upp enskumatsdag fyrir flugmenn, sem tekur um það bil hálftíma. Enskumatið er framkvæmt af samþykktum matsmanni Samgöngustofu, eftir forskrift ICAO. Matið er jafnaði tekið í síðari hluta hvers mánaðar, að undanskyldum jólahátíð og sumarfríum.
- Áhafnasamstarfsnámskeið MCC og APS MCC Umsókn
- Flugakademía Keilis býður upp á 3-4 vikna áhafnasamstarfsnámskeið fyrir verðandi atvinnuflugmenn, sem undirbýr handahafa atvinnuflugmannsskírteinis fyrir störf um borð í fjölstjórnarflugvél. Námskeiðið er skyldunám fyrir þá sem ætla sér að fá fyrstu tegundaráritun á fjölstjórnarflugvél. APS Airline Pilot Standard MCC námskeið er sjálfstætt námskeið, þar sem farið er yfir notkun og eiginleika þotu, ásamt ýmsum flugæfingum sem nýtast þar í áhafnasamstarfi í neyðartilfellum og tilfellum sem krefjast snöggra og réttra viðbragða. Námskeiðið kemur í stað JOC þotuflugnámskeiðs, en nýverið kom APS MCC inn sem reglugerðarákvæði í námi. Námskeið hefjast reglulega, að undanskyldum jólahátíð og sumarfríum.
Opnir áfangar og stök námskeið
- Opnir framhaldsskólaáfangar í fjarnámi Upplýsingar
- Hnitmiðaðir áfangar sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig hvenær sem þeim hentar. Hver nemandi hefur fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga fyrir sig. Heildarfjöldi vinnustunda eru 18 - 24 klst á einingu og eru áfangarnir allir fimm einingar. Áfangarnir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms. Hægt er að sækja um allt árið.
- Inntökupróf í læknisfræðiUpplýsingar
- Námskeiðið „Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði“ gengur út á að koma þátttakendum í gegnum inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003 og byggir á góðum grunni síðustu ára. Stoðtímar hefjast í byrjun janúar 2021.