Fara í efni

Skólahald með breyttu sniði vegna COVID-19

Þriðjudaginn 3. nóvember tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt reglugerðinni er skólastarf á framhalds- og háskólastigi heimilt svo fremi sem nemendur og starfsfólk geti haldið minnst tveggja metra bili sín á milli og fjöldi í hverju rými fer ekki yfir tíu manns. Grímuskylda er við líði í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er  unnt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga.

Nám á vegum Keilis mun því fara fram í fjarnámi eins og við verður komið. Lögð er áhersla á daglega sótthreinsun í húsnæði Keilis en gestakomur þangað eru bannaðar. Fundir munu fara fram í fjarfundaformi. Starfsfólk sem á því hefur færi er hvatt til þess að vinna að heiman næstu tvær vikur í samráði við stjórnendur.

Áfram munum við tryggja góðar upplýsingar til nemenda og starfsfólks. Nemendur fá ítarlegri upplýsingar frá forstöðumönnum sinna skóla um tilhögun náms og þær breytingar sem af reglugerðinni leiða.

Þrátt fyrir þessar ráðstafanir er unnt að minna á að ekkert kemur í stað persónulegra sóttvarna en handþvottur, sótthreinsun, grímunotkun og takmörkun á ónauðsynlegum samskiptum vega þyngst við að stemma stigum við þessum faraldri.

Frekari upplýsingar um ráðstafanir innan Keilis vegna COVID-19 má finna hér