Fara í efni

Ný ferðaþjónustutengd námskeið hjá Keili

Keilir og Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar hafa sett saman á annan tug hagnýttra námskeiða sem auka færni og þekkingu þeirra sem tengjast ferðaþjónustu og hafa hug á vinnu við greinina í framtíðinni. Námskeiðin eru í boði bæði á íslensku og ensku.
 
Meðal námskeiðanna, sem eru kennd eru í fjarnámi með stuttum staðlotum í Keili, eru sjálfbærni ferðaþjónustunnar, tölvukerfi ferðaþjónustunnar, vöruþróun í ferðaþjónustu, þjónusta við viðskiptavini, notkun samfélagsmiðla í ferðaþjónustu og náttúrvernd.
 
Þórir Erlingsson, aðjúnkt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, er verkefnastjóri þróunar á námsframboði tengt ferðaþjónustu hjá Keili. Keilir hefur undanfarið unnið að gerð fjölbreyttra námskeiða með áherslu á úrræði fyrir atvinnulausa einstaklinga úr ferðaþjónustunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika ferðaþjónustu hérlendis og erlendis er ljóst að það eru mýmörg tækifæri sem tengjast menntun, endurmenntun og þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum.