Fara í efni

ÍAK styrktarþjálfaranám hefst í ágúst

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar.

Mikil áhersla er á hagnýta þætti í þjálffræði. Farið verður ítarlega í gerð æfingakerfa fyrir mismunandi æfingatímabil hvort sem er fyrir einstaklinga eða lið. Kennd verða hagnýt frammistöðupróf, mismunandi aðferðir lyftinga, mismunandi upphitunaraðferðir fyrir æfingar og leiki eftir eðli íþróttagreinar, kraft-, hraða- og liðleikaþjálfun. Einnig verður lögð áhersla á næringu íþróttamanna og starfsumhverfi styrktarþjálfara á Íslandi í samanburði við erlendan starfsvettvang.

ÍAK styrktarþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum fólks með grunnþekkingu á íþrótta- og þjálfarafræðum og vilja bæta við þekkingu sína til að geta unnið einstaklingsmiðað með styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. Námskeiðið nýtist einnig íþróttamönnum sem vilja ná hámarksárangri í sinni íþrótt.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum eða líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 100 feiningar í framhaldsskóla úr almennum kjarna og heilbrigðisgreinum.

Námið hefst næst í ágúst 2021.

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING