Fara í efni

Námsframboð Flugakademíu Íslands

Við Flugakademíu Íslands er boðið upp á metnaðarfullt flugnám í einum öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum. Námið er opið íslenskum jafnt sem erlendum flugnemendum. Námið tekur mið af samevrópskri námsskrá til útgáfu flugskírteina sem gefin er út af EASA - Flugöryggisstofnun Evrópu og er því kennt samkvæmt EASA Part-FCL stöðlum. Námið er samþykkt af Samgöngustofu og lítur eftirliti þeirra.

Flugakademía Íslands býður uppá einkaflugnám, atvinnuflugnám, flugkennaranám ásamt fjölbreyttu úrvali námskeiða fyrir flugmenn.

Einkaflugnám

Nám til einkaflugmannsréttinda er einkum ætlað þeim sem vilja stunda sportflug, sér og öðrum til ánægju. Að loknu námi, öðlast þú samevrópsk einkaflugmannsréttindi (Part-FCL flugskírteini), sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim. Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.

Skoða einkaflugnám

Atvinnuflugnám

Nám til atvinnuflugmannsréttinda er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Þeir sem ljúka atvinnuflugmannsnámi hjá Flugakademíu Íslands öðlast öll þau réttindi sem flugfélög krefjast við ráðningu flugmanna á nútíma farþegaþotur.

Hægt er að velja tvær leiðir að atvinnuflugnáminu, áfangaskipt atvinnuflugnám eða samtvinnað atvinnuflugnám. Báðar leiðir gefa sömu réttindi við lok náms, en ýmsar viðbætur, áherslur og lengd náms skilja leiðirnar að. Til að mynda er samtvinnað nám (skipulagt nám) haldið alfarið hjá sama skóla og gerir það að verkum að skólinn getur útskrifað nemanda út með mun færri flugtíma (150 klst), en í áfangaskipta náminu. Áfangaskipt nám, byggir hins vegar á auknum tíma (200 klst) og byggir á mismunandi áföngum sem teknir eru sér. Að auki bíður skólinn upp á staka áfanga í verknámi sem eru í boði undir áfangaskiptu atvinnuflugnámi, auk umbreytingar ICAO og FAA skírteina og endurnýjun og síþjálfun.

Flugkennaranám

Flugkennaranámið er góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að þú hefur lokið við atvinnuflugnámið, og það veitir þér tækifæri til að bæta flugmannshæfileika þína sem eru eftirsóttir af flugrekendum, s.s. samvinnu tveggja flugmanna, greina hættur og grípa inn í þegar þess gerist þörf og leiðbeina öðrum flugmanni í réttan farveg.

Skoða Flugkennaranám

Námskeið

Flugakademía Íslands býður fjölbreytt úrval námskeiða fyrir flugmenn s.s.:

  • Áhafnasamstarf á þotu (MCC/APS MCC)
  • Advanced UPRT
  • Endurnýjun réttinda
  • Upprifjunarnámskeið flugkennara
  • Enskumat

Skoða námskeið