Fara í efni

Opið hús 23. mars

Velkomin á opið hús í Keili.

Opið hús er á milli 17:00 - 19:00 í húsnæði Keilis sem er staðsett á Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ.

Keilir er með opið hús fimmtudaginn 23. mars þar sem öll fjögur kennslusvið innan Keilis verða kynnt. Skemmtileg dagskrá verður í boði fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemina. Bæði nemendur og starfsfólk verða á staðnum til að spjalla við gesti og námsráðgjafar veita leiðbeiningar um val á námi.

Opið hús er frábær upplifun og tækifæri til að kynnast öllu því sem Keilir hefur upp á að bjóða.

Hér má sjá dagskrána:

» Leikir og verðlaun

» Fljúgðu í flughermi flugakademíunnar

» Prófaðu green screen í stúdíói

» Taktu upp þitt eigið hlaðvarp

» Hverning verða tölvuleikir til

» Kynntu þér fjölbreytt námsframboð

» Hittu tengiliði úr atvinnulífinu

» Veitingar í boði

Hér má sjá öll kennslusvið innan Keilis:

Flugakademían

Heilsuakademían

Menntaskólinn á Ásbrú

Háskólabrú