Fara í efni

Nemendur MÁ hefja fyrri lotu vorannar

Nemendur í íslensku.
Nemendur í íslensku.

Skólastarf í Menntaskólanum á Ásbrú á vorönn 2024 hófst föstudaginn 5.janúar. Í skólanum er kennt eftir lotum og framundan er 8 vikna lota. Stúdentspróf í tölvuleikjagerð er vinsæl námsbraut í skólanum og eru nemendur og kennarar í góðu samstarfi við fyrirtæki í tölvuleikjagerð. Á síðustu önn unnu nemendur á þriðja ári samstarfsverkefni með Aldin Dynamics og nemendur á 2.ári með Fisktækniskólanum. Nemendum á þriðja ári var boðið að skoða höfuðstöðvar CCP í Reykjavík. Nokkrir gestir úr tölvuleikjageiranum komu í heimsókn í gegnum IGI sem eru samtök tölvuleikjaframleiðanda á Íslandi. Á vorönn verða enn fleiri samstarfsverkefni.