Fara í efni

Námskeið um stafræna markaðssetningu

Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Keili, Markaðsstofu Reykjaness og Íslenska ferðaklasann, bjóða upp á opið námskeið um stafræna markaðssetningu með Davíð Lúther, framkvæmdastjóra Sahara.
 
Farið verður yfir hvernig herferðir virka á samfélagsmiðlum, hvaða tól er sniðug að nota til að framleiða efni og hvað er sniðugt að undirbúa í þessu „hléi“ í ferðaþjónstunni.
 
Davíð Lúther er með mikla reynslu í markaðs og kynningarmálum, hann hefur rekið framleiðslufyrirtækið SILENT og samfélagsmiðlafyrirtækið SAHARA með miklum árangri en þessi fyrirtæki sameinuðust 2018 og úr varð 360°auglýsingastofan SAHARA þar sem 26 manns starfa í dag.
 
Davíð stóð fyrir The Color Run og Gung Ho fyrstu þrjú árin bæði hér á Íslandi og Skandínavíu. Hann hefur einnig verið viðloðandi Eurovision síðustu ár fyrir hönd RÚV varðandi samfélagsmiðla og kynningu á framlagi Íslands. Einnig hefur Davíð Lúther verið duglegur að ferðast um landið að fara í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu eins og falsfréttir og markaðsmál á samfélagsmiðlum.
 
Námskeiðið er opið öllum og fer fram í rafheimum, fimmtudaginn 17. desember kl. 11-12. Enginn þátttökukostnaður. Skráning á facebooksíðu Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar.