Fara í efni

Keilir á sýningunni Mín framtíð

Dagana 16. – 18. mars tekur Keilir þátt í sýningunni Mín framtíð og verða þrjú kennslusvið innan Keilis kynnt á staðnum. Sýningin er haldin í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Verkiðn mun einnig halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og verður að þessu sinni keppt í 21 faggreinum.


Skemmilegt er að nefna að fjórir nemendur frá Suðurnesjum taka þátt í forritunarkeppni og eru tveir þeirra nemendur úr Menntaskólanum á Ásbrú.
Við bjóðum alla velkoma að koma og kynna sér starfsemi okkar laugardaginn 18 mars.