Fara í efni

Hvernig er tónlistarkennsla á tímum Covid?

Samtölin á kennarastofunni halda áfram og í þessum þætti heimsæki ég Tónlistarskóla Sandgerðis og spjalla við Halldór Lárusson, trymbil og skólastjóra.

Hljóðfæranám í fjarkennslu, mikilvægi samspils og dýrmæt reynsla kennara við skólann af kennslu á tímum heimsfaraldurs er meðal viðfangsefna.

Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn hér

Kennarastofan - Hlaðvarp um nám og kennslu í breyttum heimi

Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir röð nýrra hlaðvarpa undir heitinu „Kennarastofan“ en þar verður fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. 

Sérstaklega er litið á hvernig kennarar – og nemendur – hafa lagað námið að aðstæðum á tímum heimsfaraldurs og þá sérstaklega hvernig sú reynsla mun breyta kennsluháttum til frambúðar.

Þorsteinn er kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann hefur meðal annars tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012, sem snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám. 

Kennarastofan er framleidd af Þorsteini Sürmeli með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.