Fara í efni

Hátíðarkveðjur frá Keili

Við hjá Keili óskum nemendum, starfsfólki og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við þökkum kærlega fyrir liðnar stundir á árinu og hlökkum til áframhaldandi samveru og samstarfs á því nýja.

Á aðventunni í Keili hefur oftast verið gaman
og allra best er auðvitað að fá að vera saman.
Spennan magnast hratt því sannleikurinn er
að skellihlátur og jólaglens er yndi allra hér.

Sú lexía sem aðstæðurnar hafa okkur kennt
er að vinátta og samstaða er það besta tvennt
sem við sýnum hvert öðru og öllu okkar liði,
í sameiningu stefnum nú að innri ró og friði.

Framundan er jólafrí með hátíðlegar stundir.
Ekkert amstur, verkefni eða langir vinnufundir.
Reynum nú að slaka á og samverunnar njóta,
við fjölskyldu og jólakonfekt staldra – ekki þjóta.

Hlökkum til að hittast á splunkunýju ári.
Gamla árið kveðjum með ekki einasta tári.
Framtíðin er björt, í myrkri hækkar sól
Keilir sendir kveðju og segir Gleðileg jól.

Höfundur: Sigrún Svafa Ólafsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi á Menntasviði Keilis