Fara í efni

Fyrirlestur: Ábyrg upplýsingamiðlun við vá

Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn bjóða upp á opinn fyrirlestur á netinu um ábyrga upplýsingamiðlun við vá, mánudaginn 8. mars kl. 11 - 12. 
 

Upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Á fyrirlestrinum fer Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu, útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu yfir viðbragðsáætlun Íslandsstofu og þá ferla sem fara í gang samkvæmt áætluninni við náttúruvá.

Sigríður Dögg fer einnig yfir hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þessa ferla og góða starfshætti þegar náttúruvá ber að dyrum.

Viðburðurinn er skipulagður af Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar og Íslandsstofu, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, Keilis, Íslenska ferðaklasans og Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
 
Skráning fer fram á hlekknum hér en hlekkur á fundinn verður sendur út stuttu fyrir fund. Fundurinn er öllum opinn og án endurgjalds.