Fara í efni

Á Egilsslóðum

Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú á Egilsslóðum
Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú á Egilsslóðum

Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú skelltu sér á slóðir Egils Skallagrímssonar í Borgarnesi. Þau heimsóttu Landnámssetrið, fengu sér hádegisverð saman og skoðuðu staði er tengjast sögunni. Gengið var frá Landnámssetrinu að brúnni yfir Brákarsund og í Skalla-Grímsgarð. Einnig var farið að Borg og gengið upp á Borgina. Nemendur skoðuðu afsteypu af myndverki Ásmundar Sveinssonar sem gerður er um sonarmissi Egils. Egill missti tvo syni sína með stuttu millibili og gerir erfikvæði eftir syni sína.

Fyrsta erindi Sonatorrek eftir Egil Skallagrímsson

Mjǫk erum tregt
tungu at hrœœra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrœgt
ór hugar fylgsni.

Sonatorrek er 25 erindi og ort undir kviðuhætti. 

Dagurinn tókst vel og höfðu nemendur á orði hvað þeir höfðu gaman af því að heimsækja Landnámssetrið.