Laus störf hjá Keili

Ef þú hefur áhuga að starfa hjá okkur í framtíðinni, hvetjum við þig til að senda okkur starfsumsókn eða hafa samband við okkur á keilir@keilir.net. Við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um störf hjá Keili.


Fjármálastjóri

Ertu hress og skemmtileg/ur? Elskar þú fjármál? Viltu vinna í skapandi umhverfi á sviði fræðslu og menntamála? Þá gæti þetta starf verið fyrir þig!

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa. Starfsstöðin er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að nýr fjármálastjóri geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 03.10.2020 

Leitað er að einstaklingi með viðeigandi fjármálamenntun og góða þekkingu á bókhaldi, áætlanagerð, kostnaðarmati og greiningu rekstrargagna. Starfsreynsla á sviði fjármála, bókhalds, áætlanagerðar og stjórnunar er skilyrði. Góð kunnátta í notkun tölvu- og upplýsingatækni auk þekkingar á bókhaldskerfið NAV sem er kostur. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptahæfni. 

Fjármálastjórinn er yfirmaður fjármálasviðs Keilis og sér um að reksturinn sé innan fjárhagsáætlunar í samstarfi við framkvæmdastjóra og sviðsstjóra. 

Helstu verkefni fjármálastjóra eru:  

  • Stjórnun fjármálasviðs
  • Yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlana

  • Yfirumsjón með uppgjörum
  • Umsjón með innheimtu og greiðslu reikninga
  • Þátttaka í gerð samninga
  • Fagleg ráðgjöf til sviðsstjóra 
  • Þátttaka í stjórnun og stefnumótun Keilis  

Nánari upplýsingar veitir, Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis. 

Fullum trúnaði heitið.

Umsókn um starf