Fara í efni

Um Flugakademíu Íslands

Flugakademía Íslands býður upp á flugnám í fremstu röð. Skólinn er einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum með tólf kennsluvélar, tvo fullkomna flugherma og á þriðja hundrað flugnema.

Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar skólans þær nýjustu og tæknivæddustu á landinu. Boðið er upp á námið bæði á Höfuðborgarsvæðinu og á Ásbrú, auk þess sem hægt er að leggja stund á hluta bóklegs náms í fjarnámi. Verkleg flugkennsla fer fram á bæði alþjóðaflugvellinum í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.

Flugtengt nám er gríðarlega spennandi og flugiðnaðurinn er í stöðugum vexti. Á næstu 20 árum þarf að þjálfa 500.000 flugmenn til að fljúga flugvélum framtíðarinnar miðað við spár flugvélaframleiðandanna Airbus og Boeing. Það eru 68 nýjir flugmenn á hverjum einasta degi í 20 ár. Við hlökkum til að vinna með þér á sviði flugsins.

Fjölmiðlar

Allar fyrirspurnir fjölmiðla skulu berast markaðsstjóra Flugakademíu Íslands

Merki og annað almennt markaðsefni til notkunnar