Skip to content

Þorgerður Anja kennir skyndihjálp í Keili

Vaskur hópur nemenda Menntaskólans á Ásbrú lauk námskeiðinu í dag og geta nú bjargað einstakling í n…
Vaskur hópur nemenda Menntaskólans á Ásbrú lauk námskeiðinu í dag og geta nú bjargað einstakling í neyð. 

Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagsmaður í Björgunarsveitinni Suðurnes, kennir skyndihjálp í Keili. Bóklegi hlutinn er tekin á netinu og verklegi í húsnæði Keilis að Grænásbraut í Reykjanesbæ. Anja hefur kennt hundruðum nemenda skyndihjálp og haldið utanum unglingastarfið hjá Björgunarsveitinni Suðurnes í mörg ár eða yfir tíu ár.

Nemendum Menntaskólans á Ásbrú stendur til boða að sækja námskeiðið og í dag lauk einn hópurinn verklega hlutanum.  

Námskeiðið er opið öllum og gefur eina framhaldsskóla einingu. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er. Boðið er upp á fjóra verklega daga á ári og jafnvel fleiri þegar aðsókn er mikil.