Fótaaðgerðafræði

Keilir hefur boðið upp á nám í fótaaðgerðarfræði frá febrúar 2017 og verður næst tekið við nemendum í námið á haustönn 2017.

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Þeir sem ljúka náminu samkvæmt námskrá í fótaaðgerðafræði frá mennta- og menningarmálaráðuneyti geta:

 • Sótt um starfsheitið fótaaðgerðafræðingur á grundvelli reglugerðar sem velferðarráðuneytið gefur út.
 • Sótt um starfsleyfi að loknu námi til Landlæknisembættisins.

Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár. Áfangarnir eru kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Góðar almenningssamgöngur eru milli Ásbrúar og Höfuðborgarsvæðisins.

Stundaskrá Vorönn 2017 [PDF]

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri Fótaaðgerðafræði Keilis.

 • Um fótaaðgerðarfræði

  Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. 

  Fótaaðgerðafræðingar beita margvíslegri meðferð svo sem hreinsun á siggi og nöglum, líkþornameðferð, vörtumeðferð og hlífðarmeðferð. Þeir ráðleggja einstaklingum um fótaumhirðu í þeim tilgangi að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag. Þeir útbúa spangir, hlífar, leppa og innleggssóla. Markmið náms og kennslu á starfsmenntabrautum framhaldsskóla er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa verklega færni sem nýtist honum til starfa á atvinnumarkaði. 

  Nám í fótaaðgerðafræði miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar hverju sinni um fagleg vinnubrögð, nákvæmni og áreiðanleika. Námið býr nemandann undir störf við meðferð fótameina skjólstæðinga innan og utan stofnana. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt fær nemandinn þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. Við skipulag kennslu er mikilvægt að taka mið af þörfum starfsgreinarinnar. 

  Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein samkvæmt lögum nr. 34/2012. Þeir sem ljúka námsbrautinni skv. námskránni, eða öðru jafngildu námi, geta sótt um starfsheitið fótaaðgerðafræðingur á grundvelli reglugerðar nr. 1107/2012.

  Nánari upplýsingar má nálgast á Námskrárvef mennta- og menningarmálaráðuneytisins

 • Skipulag námsins

  Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar og skiptist í 48 eininga nám í almennum kjarna, 61 eininga nám í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum, og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Gert er ráð fyrir að nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taki 3 - 4 annir og að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám.

  Á lokaári námsins er áhersla lögð á vinnustaðanám þar sem sett er upp fótaaðgerðastofa í skólanum þar sem nemendur fá með aðstoð faglærðs fótaaðgerðafræðings að vinna með skjólstæðinga. Nemendur fara í fjölbreyttar vinnustaðaheimsóknir, t.d. á fótaaðgerðastofur, dvalar- og hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og til stoðtækjasmiða með það að markmiði að kynnast störfum fótaaðgerðafræðinga og annarra heilbrigðisstétta.

  Lokaönnin einkennist af sérhæfingu og sérsniðnum meðferðarúrræðum. Námslok eru skilgreind sem próf til starfsréttinda á þriðja hæfniþrepi.

  Upplýsingar um skipulag námsins og áfangalýsingar má nálgast á Námskrárvef mennta- og menningarmálaráðuneytisins

 • Inntökuskilyrði

  Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.

  Að auki þurfa nemendur sem sækja um nám í Fótaaðgerðaskóla Keilis að hafa lokið að mestu námi í almennum kjarna og almennum heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum fótaaðgerðafræði.

  Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst í Fótaaðgerðaskóla Keilis.

  Eftirfarandi áföngum þarf að vera lokið eða þarf að ljúka samhliða séráfanganáminu

    Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Fein
  Almennur kjarni (48 einingar)
  Danska  
  DANS2RM05 
    5
  Enska 
   
  ENSK2LO05
  ENSK2EH05
    10
  Íslenska  
  ÍSLE2HM05
  ÍSLE2MR05 
    10
  Stærðfræði  
  STÆR2HS05 
    5
  Lífsleikni 
  LÍFS1ÉG03
  LÍFS1BS02
      5
  Íþróttir
  ÍÞRÓ1AA01 ÍÞRÓ1AB01 ÍÞRÓ1AC01 
      3
  Raungreinar
  RAUN1EE05 
      5
  Félagsvísindi
  FÉLV1IF05 
      5
  Heilbrigðisgreinar (61 eining) 
  Heilbrigðisfræði 
  HBFR1HH05 
      5
  Líffæra- og lífeðlisfræði  
  LÍOL2SS05
  LÍOL2IL05 
    10
  Næringarfræði 
  NÆRI1NN05 
      5
  Samskipti 
   
  SASK2SS05 
    5
  Sálfræði 
   
  SÁLF2AA05 
    5
  Siðfræði heilbrigðisstétta 
   
  SIÐF2SF05 
    5
  Sjúkdómafræði   SJÚK2GH05
  SJÚK2MS05
    10
  Skyndihjálp 
    SKYN2EÁ01   1
  Upplýsingalæsi
   
  UPPÆ1SR05 
      5
  Sýklafræði  
  SÝKL2SS05 
   
  Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana 
  STHE1HÞ05 
     
 • Námsgjöld

  Skólagjöldin eru kr. 2.189.000 kr. fyrir það nám sem kennt er í Keili. Það skiptist niður á þrjár annir. Námsbækur, vinnubúningur og ýmis áhöld eru innifalin.

  Námið er lánshæft hjá LÍN, Lánasjóði íslenskra námsmanna. Öll samskipti við LÍN eru algerlega á ábyrgð nemenda.

 • Kennsluhættir

  Kennsluaðferðin sem notast er við í náminu er vendinám (flipped classroom), en með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nánari upplýsingar, myndbönd og ítarefni um vendinám má nálgast hérna.

 • Námsmat

  Áhersla er lögð á hæfni nemenda á vegferð þeirra og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Kennarar meta þekkingu og færni nemenda með fjölbreytilegum hætti. Námsmat getur m.a. byggst á prófum, símati, mati á verklegu námi og sjálfsmati nemenda. Umfang matsins skal að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga. Til að standast próf í áfanga þarf einkunnina 5 bæði í annareinkunn og í lokaprófum, hvort sem um verklega eða bóklega áfanga er að ræða. Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum á bilinu 1 – 10. Á einkunnaskirteinum að lokinni önn sjá nemendur vægi. 

 • Umsókn um nám

  Næst verður hægt að hefja nám í fótaaðgerðarfræði á haustönn 2017 og er opið fyrir umsóknir. Áætlað er að námið hefjist um miðjan ágúst. Með umsókn skal fylgja afrit af námsferli og persónulegt kynningarbréf.

  Umsókn um nám