Náms- og starfsráðgjöf

Skrifstofa náms- og starfsráðgjafa er staðsett við aðalskrifstofu Keilis. Opnir viðtalstímar eru alla virka daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Náms- og starfsráðgjafar Keilis eru Skúli Freyr Brynjólfsson og Þóra Kristín Snjólfsdóttir.
 
Meginhlutverk náms- og starfsráðgjafar er að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi og er markmið hennar að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda.
 

Helstu viðfangsefni ráðgjafarinnar eru:

  • Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni
  • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf
  • Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða sértækra námsörðugleika
  • Upplýsingagjöf um námsleiðir og störf til núverandi og verðandi nemenda skólans
  • Starfsráðgjöf og ráðgjöf um gerð atvinnuumsókna
  • Að efla sjálfsþekkingu nemenda með viðtölum og verkefnum 
Fátt mannlegt er náms- og starfsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir þér sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir.
 

Námskeið

Ýmis styttri og lengri námskeið um ofangreind efni eru í boði, auglýst sérstaklega hverju sinni. Gefið ykkur tíma til að sækja námskeið til að skerpa á námstækninni og auka þannig afköst og árangur, það er fljótt að skila sér. 
 

Úrræði í námi vegna sértækra námsörðugleika

Náms-og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum og skal nemandi sem óskar eftir slíku gefa sig fram við námsráðgjafa. Vegna allra sérúrræða skal nemandi skila inn greiningu eða vottorði frá þar til bærum aðila. Ef um sérúrræði á námstíma er að ræða, þarf að skila viðeigandi gögnum strax í fyrstu kennsluviku. Ef um sérúrræði í prófum er að ræða skal skila í síðasta lagi mánuði fyrir próf svo hægt sé að útbúa samning um úrræði. Sé gögnum skilað eftir þennan tíma er ekki öruggt að náist að ganga frá sérúrræðum. Því er áríðandi að nemendur virði þessi tímamörk. 
 
Hægt er að ná í námsráðgjafa með því að: