Námsframboð

Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Til að uppfylla inntökuskilyrði skólans þurfa nemendur að hafa lokið a.m.k. 117 feiningum (framhaldskólaeiningar sem er samsvarandi 70 einingum) og þar af 10 feiningum í íslensku, ensku og stærðfræði (þ.e. 6 einingar í hverju fagi).

Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú

  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild

Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám. 

Fjarnám eða staðnám á Ásbrú eða Akureyri.

Háskólabrú býður upp á nám bæði í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi fer kennsla fram í dagskóla og kennslufyrirkomulag er í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma ásamt verklegum tímum í raungreinum. Boðið er upp á staðnám í Háskólabrú hjá Keili á Ásbrú og í SÍMEY á Akureyri.

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.

Háskólabrú með vinnu

Hefur þú alltaf stefnt á háskólanám en hefur ekki lokið framhaldsskóla? Keilir býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Nánari upplýsingar um námsfyrirkomulagið má finna hér.

Preliminary University Studies - Háskólabrú á ensku

Do you want to enter a university program in Iceland but haven't finished college or secondary school education, or does your dream job require a college degree? Keilir Academy in Iceland offers Preliminary Studies for university education taught in English. The format of the education is distance learning and takes about two years. Graduating from the programme provides access to a number of different faculties at the University of Iceland. Keilir has been offering Preliminary University Studies in Icelandic since 2007 with over 1.500 students completing the program so far.

Menntastoðir

Einnig er boðið upp á Menntastoðir, sem er unnið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins og Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.