News

Jólakveðja frá Keili

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Read more

Þróun menntunarúrræða á Suðurnesjunum

Keilir hlaut á dögunum styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að greina fræðslu- og menntunarþörf fólks af erlendu bergi brotnu á svæðinu ásamt því að vinna námsúrræði fyrir markhópinn.
Read more

Nýr skóli á vegum Keilis með áherslu á vinnuvernd

Vinnuverndarskóli Íslands er nýr skóli á vegum Keilis. Skólinn býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og munu námskeiðin byggja á nýstárlegum kennsluháttum Keilis.
Read more

Mikil ásókn í nám á vorönn

Enn má sækja um nám á vorönn 2020 en nú þegar hafa á fimmta hundrað umsókna borist í nám og námskeið á vegum Keilis sem hefjast í janúar á næsta ári.
Read more

Mikill áhugi á undirbúningsnámskeiði fyrir inntökupróf í læknisfræði

Talsvert fleiri umsóknir hafa borist í undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði en á sama tíma í fyrra. Meðal nýjunga í námskeiðinu er að vikulegir fyrirlestrar verða teknir upp og eru upptökurnar sérstaklega hugsaðar fyrir þá þátttakendur sem búa utan suðvesturhornsins.
Read more

ÍAK styrkatarþjálfaranám hefst í byrjun janúar

ÍAK styrktarþjálfaranám Keilis hefst næst í byrjun janúar 2020 og er umsóknarfrestur um nám til 13. desember næstkomandi. Um er að ræða einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks.
Read more

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar með vinnu verður fimmtudaginn 9. janúar 2020 í aðalbyggingu Keilis, Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Read more

Opið fyrir umsóknir í NPTC einkaþjálfaranám í fullu fjarnámi

Við höfum opnað fyrir umsóknir í NPTC einkaþjálfaranám á vegum Keilis. Hægt er að byrja í náminu sex sinnum á ári og tekur allt að átta mánuði. Námið hefst næst 6. janúar 2020.
Read more

Skólareglur MÁ

Drög að almennum reglum, skólasóknarreglum og reglum um nám og námsmat.
Read more

Gjafabréf í kynnisflug

Gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Keilis er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem hafa áhuga á flugi eða hyggja á flugnám.
Read more