Fréttir

Margir hafa skráð sig á FLIP ráðstefnuna

Hátt í þrjú hundruð manns hafa nú þegar skráð sig á alþjóðlega ráðstefnu um vendinám sem fer fram í Keili 14. apríl næstkomandi.
Lesa meira

Kynningarfundur í Vestmannaeyjum

Keilir kynnir námsframboð skólans í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, Háskólabrú í Visku og flugnám á flugvellinum, fimmtudaginn 19. mars.
Lesa meira

Við leitum að framleiðanda

Keilir leitar að starfsmanni við gerð gagnvirks námsefnis og þróun leiða til að gera námsefni aðlaðandi og áhugavert, með áherslu á margmiðlun, upptökur og grafíska framsetningu.
Lesa meira

Áætlunarferðir og strætókort fyrir nemendur Keilis

Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans sem ljúka námi sumarið 2015.
Lesa meira

Skemmtileg heimsókn frá starfsfólki Hringsjár

Í dag komu hressir starfsmenn frá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu í heimsókn í Keili. Alltaf gaman að fá góða gesti!
Lesa meira

Starf verkefnastjóra fjarnáms Háskólabrúar

Keilir óskar eftir öflugum verkefnastjóra með fjarnámi Háskólabrúar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

Keilir, ásamt samstarfsaðilum hérlendis og erlendis, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám 14. apríl og vinnubúðum um vendinám 15. apríl.
Lesa meira

90 nemendur útskrifast frá Keili

Keilir útskrifaði 90 nemendur úr fjórum deildum þann 16. janúar og hafa þá í allt 1.982 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf starfsemi árið 2007.
Lesa meira

Frumkvöðullinn Fida er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“

Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh, einn stofnenda Geosilica Iceland og fyrrum nemandi í Keili er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“.
Lesa meira

Nýtt þráðlaust net í Keili

Ný gerð þráðlauss nets hefur verið sett upp í aðalbyggingu Keilis sem margfaldar hraða þess og afkastagetu.
Lesa meira