Fara í efni

Fréttir

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðirnar

Skrifstofa Keilis verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með 22. desember. Við opnum aftur mánudaginn 2. janúar 2023.
Lesa meira

Heimsókn frá háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra

Á miðvikudaginn 5. október síðastliðinn kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í heimsókn í Keili. Þar hitti hún starfsfólk og nemendur Keilis, spjallaði við forstöðumenn og nemendur Menntaskólans á Ásbrú sem stunda nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Lesa meira

Alþjóðadagur kennara: Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum

Í dag, miðvikudaginn 5. október, er alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „Umbreyting menntunar hefst hjá kennurunum“ og eru það Alþjóðasamtök kennara (Education International) sem velja yfirskriftina ár hvert. Við hjá Keili tökum heilshugar undir þessa yfirskrift og eigum við okkar kennurum allt að þakka fyrir umbreytingu menntunar í formi vendináms hér í Keili.
Lesa meira

Heimsókn frá fulltrúum Þekkingarsetra landsins

Á mánudaginn síðastliðinn fengum við skemmtilega heimsókn til okkar á Ásbrú þegar fulltrúar frá Þekkingarsetrum landsins komu til okkar í höfuðstöðvar Keilis. Fulltrúar þekkingarsetranna sátu ársfund Samtaka Þekkingarsetra dagana 22.-23. ágúst sem haldinn var af Þekkingarsetri Suðurnesja í ár. Fundinn sóttu forstöðumenn og starfsmenn sex þekkingarsetra sem staðsett eru víðsvegar um landið og fór hópurinn í skoðunarferð um Reykjanesið sem hófst með heimsókn í Keili.
Lesa meira

Sigurður Bjarni nýr fjármálastjóri Keilis

Sigurður Bjarni Hafþórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Fjármálastjóri veitir fjármálasviði forstöðu og tekur jafnframt sæti í framkvæmdatjórn.
Lesa meira

Rúmlega 4500 nemendur útskrifaðir úr Keili

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 177 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 10. júní. Athöfnin að sinni var tvískipt sökum fjölda og hafa nú 4517 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar.
Lesa meira

Útskrift úr skólum Keilis í júní 2022

Föstudaginn 10. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú, Heilsuakademíu og Flugakademíu Íslands.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna jarðhræringa

Í vikunni lýsti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Í ljósi aðstæðna viljum við benda starfsfólki og nemendum á viðbragðsáætlun Keilis sem aðgengileg er á heimasíðu skólans. Áætlunin er unnin af framkvæmdastjórn Keilis og eru í samræmi við leiðbeiningar frá Almannvörnum og athugasemdir viðbragðsaðila á svæðinu.
Lesa meira

Starfsfólk Keilis plokkar á Ásbrú

Umhverfishópur Keilis í samvinnu við framkvæmdastjórn hefur skipulagt árlegan plokkdag Keilis miðvikudaginn 4. maí.
Lesa meira

Afmælisgleði á Ásbrú

Á laugardaginn síðasta var mikið um að vera í höfuðstöðvum Keilis á Ásbrú í tilefni 15 ára afmælis miðstöðvarinnar.
Lesa meira